Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 33

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 33
33 Kennaraskólinn í Nääs og fyrstu íslensku nemendur hans í uppeldismiðaðri smíðakennslu Gísli Þorsteinsson og Brynjar Ólafsson Háskóla Íslands, Menntavísindasviði Ritrýnd grein Tímarit um menntarannsóknir / Journal of Educational Research (Iceland) 9, 2012, 33–59 Kennsla í uppeldismiðaðri smíði (slöjd) hófst á Íslandi um 1900. Hugtakið slöjd vísar til hagnýtingar handverks í þágu uppeldis. Tilgangur slöjdsins var að nýta handverk sem tæki í þjónustu alþýðumenntunar til að byggja upp persónuleika einstaklingsins, s.s. til að efla siðvitsþroska hans, gáfur og iðni. Hugmyndafræði þessi breiddist út um víða veröld á tuttugustu öld. Innleiðing hugmynda- og kennslufræði þessarar uppeldis- stefnu, sem þáttar í íslenskri alþýðumenntun, byggðist að mestu á menntun nokkurra Íslendinga, sem flestir voru kennarar, í kennaraskóla eins helsta frumherja stefnunnar, Ottos Salomon í Nääs í Svíþjóð. Áhrif kennslu Salomons á upphafstíma uppeldismið- aðrar smíðakennslu á Íslandi voru því mikil, enda sóttu allmargir kennarar hann heim á þessum árum. Salomon veitti uppeldismiðuðum handverksskóla fyrir verðandi kennara í Nääs í Suður-Svíþjóð forstöðu. Skólinn varð síðan að alþjóðlegri þjálfunarmiðstöð fyrir smíða- kennara árið 1875 (Bennett, 1926; Thorbjörnsson, 1990). Þeir kennarar sem tóku þátt í námskeiðum í Nääs á árabilinu 1875 til 1917 (Bennett, 1937) byggðu starf sitt á kennsluað- ferðum Salomons þannig að þær höfðu mótandi áhrif á upphaf smíðakennslu á Íslandi. Salomon þróaði æfingakerfi sitt fyrir kennslu í uppeldismiðuðu handverki með því að rannsaka vinnuferla og grandskoða smíðisgripi til þess að geta greint hinar dæmigerðu aðferðir sem fagmenn notuðu. Kennslufræði hans byggðist á einstaklingsmiðaðri leið- sögn sem var löguð að getu hvers nemanda. Nemandinn sem einstaklingur var miðdep- illinn í kennslunni og stuðningur við heildstæða þróun allra hæfileika hans í fyrirrúmi, og það átti svo seinna að gera hann að góðum borgara. Greinin er byggð á leit höfunda og rannsókn þeirra á sögu þeirra einstaklinga er stunduðu nám í Nääs um 1900. Við þessa vinnu nutu höfundar stuðnings sænskra og danskra fræðimanna sem rannsakað hafa sögu slöjdsins á Norðurlöndum, en einnig könnuðu þeir gamlar heimildir og bréf í menntasetri Salomons í Nääs, í sænsku þjóðar- bókhlöðunni í Gautaborg og á söfnum á Íslandi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.