Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 36

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 36
36 Gísli Þorsteinsson og Brynjar Ólafsson var safnað og viðtöl tekin við kennara og fræðimenn, bæði á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð. Sérstaklega verður að geta aðstoðar Hans Thorbjörnsson sem eyddi stórum hluta starfsævi sinnar í rannsóknir á lífi og starfi Ottos Salomon og Nääs-skól- anum. Á Íslandi fundust bæði gamlar tímarits- greinar, bækur, ljósmyndir og bréf í hand- ritasafni Landsbókasafns, Ljósmyndasafni Reykjavíkur og á Þjóðminjasafni Íslands. Tímaritavefur Landsbókasafns Íslands, timarit.is, reyndist einnig gagnlegur. Í Þjóðarbókhlöðunni í Gautaborg fund- ust gamlir námskeiðslistar, námskeiðs- lýsingar, umsóknir, sendibréf, ljósmyndir og bækur er tengdust skóla Salomons og kennslu hans. Í skóla Salomons í Nääs fundu höfundar einnig gamlar ljósmyndir af íslenskum þátttakendum í námskeiðum Salomons í uppeldismiðaðri smíði. Hvað er uppeldismiðað handverk eða slöjd? Slöjd fyrir drengi og stúlkur var kynnt á Norðurlöndum upp úr 1880. Sum lönd gáfu greinunum sérstakt heiti, en innihald þeirra og áherslur voru svipaðar. Til dæm- is var uppeldisstefnunni slöjd gefið heitið skólaiðnaður af fyrsta fræðslustjóranum á Íslandi, Jóni Þórarinssyni (Jón Þórarins- son, 1891). Einnig var heitið uppeldis- iðnaður notað í tengslum við menntun kennara í alþýðu- og gagnfræðaskólanum í Flensborg á árunum1890–1896, en heitið skólasmíði var þó almennt notað í upphafi slöjdtímans á Íslandi. Síðan breyttist náms- greinarheitið í handavinnu pilta og handa- vinnu stúlkna og síðar smíði og hannyrðir, sem varð að hönnun og smíði og textíl- mennt (Guðni Jónsson, 1932; Jón Þórarins- son, 1891; Menntamálaráðuneytið, 1977, 1999). Slöjd er uppeldiskerfi sem notar verk- lega þjálfun til þess að efla almennan þroska nemandans, sem er meginmarkmið þess. Kerfið tengist sérstaklega trésmíði og saumum eða prjónaskap og er markmið þess að stuðla að almennum þroska nem- andans með því að búa til nytsamlega hluti í höndunum (Borg, 2006; Salomon, 1893). Hugtakið slöjd er skylt íslenska orðinu slægur. Upprunaleg merking þess er tengd enska orðinu sleight (samanber „sleight of hand“), sem merkir lævís, lúmskur eða snjall (Borg, 2006; Den danske ordbog, 2003–2005; Nudansk ordbog, 1990). Samkvæmt framsetningu Salomons (1892a) er slöjd menntandi handverk og frábrugðið hagnýtu handverki. Í hinu síðarnefnda er áherslan tengd vinnunni en í hinu fyrrnefnda þeim sem vinnur vinnuna. Hins vegar verður að leggja ríka áherslu á það að hugtökin menntandi og hagnýtt eru ekki alltaf sambærileg. Það sem er menntandi þarf ekki allt að vera hagnýtt. Þegar hið hagnýta og menntandi greinir á verður hin menntandi áhersla í skólastarfinu þó oft undir í glímunni við hin hagnýtu sjónarmið. Samkvæmt hugmyndum Salomons (1892a) er markmið hins uppeldislega slöjds að hagnýta þá menntandi krafta sem liggja í réttri beitingu líkamlegrar vinnu. Þetta felur í sér þróun líkamlegra og hug- rænna hæfileika nemandans (Bennett, 1937). Ávinningurinn er bæði þroskandi og menntandi og leiðir af sér þróun marg- breytilegra hæfileika sem hafa raunveru-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.