Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Síða 36
36
Gísli Þorsteinsson og Brynjar Ólafsson
var safnað og viðtöl tekin við kennara og
fræðimenn, bæði á Íslandi, í Danmörku
og í Svíþjóð. Sérstaklega verður að geta
aðstoðar Hans Thorbjörnsson sem eyddi
stórum hluta starfsævi sinnar í rannsóknir
á lífi og starfi Ottos Salomon og Nääs-skól-
anum.
Á Íslandi fundust bæði gamlar tímarits-
greinar, bækur, ljósmyndir og bréf í hand-
ritasafni Landsbókasafns, Ljósmyndasafni
Reykjavíkur og á Þjóðminjasafni Íslands.
Tímaritavefur Landsbókasafns Íslands,
timarit.is, reyndist einnig gagnlegur. Í
Þjóðarbókhlöðunni í Gautaborg fund-
ust gamlir námskeiðslistar, námskeiðs-
lýsingar, umsóknir, sendibréf, ljósmyndir
og bækur er tengdust skóla Salomons og
kennslu hans. Í skóla Salomons í Nääs
fundu höfundar einnig gamlar ljósmyndir
af íslenskum þátttakendum í námskeiðum
Salomons í uppeldismiðaðri smíði.
Hvað er uppeldismiðað
handverk eða slöjd?
Slöjd fyrir drengi og stúlkur var kynnt á
Norðurlöndum upp úr 1880. Sum lönd
gáfu greinunum sérstakt heiti, en innihald
þeirra og áherslur voru svipaðar. Til dæm-
is var uppeldisstefnunni slöjd gefið heitið
skólaiðnaður af fyrsta fræðslustjóranum
á Íslandi, Jóni Þórarinssyni (Jón Þórarins-
son, 1891). Einnig var heitið uppeldis-
iðnaður notað í tengslum við menntun
kennara í alþýðu- og gagnfræðaskólanum
í Flensborg á árunum1890–1896, en heitið
skólasmíði var þó almennt notað í upphafi
slöjdtímans á Íslandi. Síðan breyttist náms-
greinarheitið í handavinnu pilta og handa-
vinnu stúlkna og síðar smíði og hannyrðir,
sem varð að hönnun og smíði og textíl-
mennt (Guðni Jónsson, 1932; Jón Þórarins-
son, 1891; Menntamálaráðuneytið, 1977,
1999).
Slöjd er uppeldiskerfi sem notar verk-
lega þjálfun til þess að efla almennan
þroska nemandans, sem er meginmarkmið
þess. Kerfið tengist sérstaklega trésmíði og
saumum eða prjónaskap og er markmið
þess að stuðla að almennum þroska nem-
andans með því að búa til nytsamlega hluti
í höndunum (Borg, 2006; Salomon, 1893).
Hugtakið slöjd er skylt íslenska orðinu
slægur. Upprunaleg merking þess er tengd
enska orðinu sleight (samanber „sleight of
hand“), sem merkir lævís, lúmskur eða
snjall (Borg, 2006; Den danske ordbog,
2003–2005; Nudansk ordbog, 1990).
Samkvæmt framsetningu Salomons
(1892a) er slöjd menntandi handverk og
frábrugðið hagnýtu handverki. Í hinu
síðarnefnda er áherslan tengd vinnunni
en í hinu fyrrnefnda þeim sem vinnur
vinnuna. Hins vegar verður að leggja ríka
áherslu á það að hugtökin menntandi og
hagnýtt eru ekki alltaf sambærileg. Það
sem er menntandi þarf ekki allt að vera
hagnýtt. Þegar hið hagnýta og menntandi
greinir á verður hin menntandi áhersla í
skólastarfinu þó oft undir í glímunni við
hin hagnýtu sjónarmið.
Samkvæmt hugmyndum Salomons
(1892a) er markmið hins uppeldislega
slöjds að hagnýta þá menntandi krafta sem
liggja í réttri beitingu líkamlegrar vinnu.
Þetta felur í sér þróun líkamlegra og hug-
rænna hæfileika nemandans (Bennett,
1937). Ávinningurinn er bæði þroskandi
og menntandi og leiðir af sér þróun marg-
breytilegra hæfileika sem hafa raunveru-