Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Síða 39

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Síða 39
39 Kennaraskólinn í Nääs og fyrstu íslensku nemendur hans í uppeldismiðaðri smíðakennslu Þó að Salomon væri að mestu leyti sjálf- menntaður gaf hann út sína fyrstu bók um slöjd árið 1876. Eftir að hafa heimsótt Uno Cygnaeus í Finnlandi, sem telst vera upphafsmaður slöjdsins, fór Salomon að lesa skrif Pestalozzis, Fröbels, Rousseaus og annarra uppeldisfræðinga. Salomon öðlaðist mikla þekkingu á sínu sviði, varð virtur fræðimaður og skrifaði margar bækur, fréttabréf og greinar um uppeldi og menntun. Hann skrifaði bæði um hug- myndafræði slöjds og um það hvernig hægt væri að hefja kennslu þess í skólum (Bennet, 1926; Thorbjörnsson, 1990). Salomon var einnig ötull talsmaður slöjds utan síns heimalands. Áræðni hans og stuðningur Abrahamsons urðu til þess að slöjd breiddist út á heimsvísu. Salomon tók þátt í alþjóðlegum ráðstefnum og hélt fyrirlestra víða um heim, m.a. í Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi og í Skandinavíu. Hann tók þátt í umræðum um menntamál og var þekktur fyrir það að vera ákveðinn en um leið auðmjúkur. Þó að Salomon afrekaði mikið um ævina var hann aldrei heilsuhraustur og þjáðist af hjartveiki frá miðjum síðasta áratug 19. aldar. Árið 1899 veiktist hann síðan alvarlega. Hann náði sér aldrei að fullu af þeim veikindum og lést árið 1907 (Thorbjörnsson, 2000; 2006). Kennsla Salomons og sumarnámskeiðin Námskeiðin í Nääs voru vinsæl og nem- endum að kostnaðarlausu framan af. Sóttu því margir um skólavist. Nauðsynlegt var fyrir umsækjendur að vanda umsóknir sínar og betra að láta meðmælabréf og heilsufarsvottorð fylgja með. Þau nám- skeið sem voru í boði í Nääs fyrir kenn- ara voru fjölbreytt, þótt meginmarkmið þeirra væri ávallt það sama; menntun í anda slöjdsins. Í boði voru námskeið í tré- smíði, málmsmíði, textílmennt, teikningu, leikjum og hússtjórn (Thorbjörnsson, 1990, 2000). Flestir þeirra sem fóru til Nääs fyrstu árin tóku þátt í námskeiðum í trésmíði en nokkrir tóku þátt í málmsmíðanám- skeiðum. Í öllum námskeiðum Nääs-skól- ans var mikil áhersla lögð á uppeldisfræði slöjdsins og verklega þjálfun. Trésmíða- námskeiðin spönnuðu yfirleitt sex vikur, sem þótti þó ekki nægur tími til þess að kenna nemendum allt sem þeir þurftu að kunna (Thorbjörnsson, 2006). Því var lögð ofuráhersla á uppeldisfræðina og reynt að koma nemendum í læri hjá handverks- manni eða reyndum kennara í faginu að námskeiði loknu. Salomon sá um að kenna uppeldisfræðina, sem hann kenndi með fyrirlestrum og umræðum. Aðrir kennarar sáu um kennslu í verklegum þáttum (Hart- man, Thorbjörnsson og Trotzig, 1995). Meginmarkmið kennslunnar voru sam- kvæmt Salomon: • Að stuðla að vinnugleði og almennri vinnusemi • Að skapa virðingu fyrir erfiðri og vand- aðri líkamlegri vinnu • Að þroska sjálfstæði og hæfileikann til þess að taka eigin ákvarðanir • Að veita þjálfun er byggðist á reglu- semi, nákvæmni, hreinlæti og aðgætni • Að þjálfa augað til þess að sjá nákvæm- lega og læra að meta gildi formfegurðar • Að þroska snertiskyn og verkfærni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.