Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Síða 39
39
Kennaraskólinn í Nääs og fyrstu íslensku nemendur hans í uppeldismiðaðri smíðakennslu
Þó að Salomon væri að mestu leyti sjálf-
menntaður gaf hann út sína fyrstu bók
um slöjd árið 1876. Eftir að hafa heimsótt
Uno Cygnaeus í Finnlandi, sem telst vera
upphafsmaður slöjdsins, fór Salomon að
lesa skrif Pestalozzis, Fröbels, Rousseaus
og annarra uppeldisfræðinga. Salomon
öðlaðist mikla þekkingu á sínu sviði, varð
virtur fræðimaður og skrifaði margar
bækur, fréttabréf og greinar um uppeldi
og menntun. Hann skrifaði bæði um hug-
myndafræði slöjds og um það hvernig
hægt væri að hefja kennslu þess í skólum
(Bennet, 1926; Thorbjörnsson, 1990).
Salomon var einnig ötull talsmaður
slöjds utan síns heimalands. Áræðni hans
og stuðningur Abrahamsons urðu til þess
að slöjd breiddist út á heimsvísu. Salomon
tók þátt í alþjóðlegum ráðstefnum og hélt
fyrirlestra víða um heim, m.a. í Þýskalandi,
Bretlandi, Frakklandi og í Skandinavíu.
Hann tók þátt í umræðum um menntamál
og var þekktur fyrir það að vera ákveðinn
en um leið auðmjúkur. Þó að Salomon
afrekaði mikið um ævina var hann aldrei
heilsuhraustur og þjáðist af hjartveiki frá
miðjum síðasta áratug 19. aldar. Árið 1899
veiktist hann síðan alvarlega. Hann náði
sér aldrei að fullu af þeim veikindum og
lést árið 1907 (Thorbjörnsson, 2000; 2006).
Kennsla Salomons og
sumarnámskeiðin
Námskeiðin í Nääs voru vinsæl og nem-
endum að kostnaðarlausu framan af. Sóttu
því margir um skólavist. Nauðsynlegt var
fyrir umsækjendur að vanda umsóknir
sínar og betra að láta meðmælabréf og
heilsufarsvottorð fylgja með. Þau nám-
skeið sem voru í boði í Nääs fyrir kenn-
ara voru fjölbreytt, þótt meginmarkmið
þeirra væri ávallt það sama; menntun í
anda slöjdsins. Í boði voru námskeið í tré-
smíði, málmsmíði, textílmennt, teikningu,
leikjum og hússtjórn (Thorbjörnsson, 1990,
2000).
Flestir þeirra sem fóru til Nääs fyrstu
árin tóku þátt í námskeiðum í trésmíði
en nokkrir tóku þátt í málmsmíðanám-
skeiðum. Í öllum námskeiðum Nääs-skól-
ans var mikil áhersla lögð á uppeldisfræði
slöjdsins og verklega þjálfun. Trésmíða-
námskeiðin spönnuðu yfirleitt sex vikur,
sem þótti þó ekki nægur tími til þess að
kenna nemendum allt sem þeir þurftu að
kunna (Thorbjörnsson, 2006). Því var lögð
ofuráhersla á uppeldisfræðina og reynt að
koma nemendum í læri hjá handverks-
manni eða reyndum kennara í faginu að
námskeiði loknu. Salomon sá um að kenna
uppeldisfræðina, sem hann kenndi með
fyrirlestrum og umræðum. Aðrir kennarar
sáu um kennslu í verklegum þáttum (Hart-
man, Thorbjörnsson og Trotzig, 1995).
Meginmarkmið kennslunnar voru sam-
kvæmt Salomon:
• Að stuðla að vinnugleði og almennri
vinnusemi
• Að skapa virðingu fyrir erfiðri og vand-
aðri líkamlegri vinnu
• Að þroska sjálfstæði og hæfileikann til
þess að taka eigin ákvarðanir
• Að veita þjálfun er byggðist á reglu-
semi, nákvæmni, hreinlæti og aðgætni
• Að þjálfa augað til þess að sjá nákvæm-
lega og læra að meta gildi formfegurðar
• Að þroska snertiskyn og verkfærni