Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Síða 45

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Síða 45
45 Kennaraskólinn í Nääs og fyrstu íslensku nemendur hans í uppeldismiðaðri smíðakennslu heimsækja skóla Salomons og kynna sér hugmyndir hans um kennslu í uppeldis- miðaðri smíði (Pizzurno, 1898). Í Nääs hitti Pablo Vilhjálmínu og varð þeim vel til vina. Pablo hefur augljós- lega hrifist af hinni ungu íslensku stúlku úr Grindavík, en takmörkuð tungumála- kunnátta hamlað samskiptum þeirra. Í grein sinni í uppeldistímaritinu El Faro, sem gefið var út í höfuðborg Perú, Líma, árið 1889, lýsir hann lífinu í Nääs og Vil- hjálmínu svo: Athygli vekur þessi feimna stúlka sem heldur sig aðeins til hlés, Wilhelmina Gislason, fyrsta dóttir Íslands sem sækir námskeið í Naas. Hún virðist alltaf brosa barnslega þegar horft er til hennar. Hún er mjög frumleg og fólk tekur eftir henni fyrir sérstæðan persónuleika og þjóðbúninginn sem hún notar oft. Það er ekki einungis hún sem greinir sig frá öðrum með fatnaði sínum. Norski klæðnaðurinn skilur sig frá þeim rússneska, enska og sænska. Þau þvælast frá einum til annars í sífelldri leit að einhverjum félaga sem getur túlkað fyrir þau. Eins og sú íslenska er sonur Argentínu sá fyrsti þaðan sem sækir námskeið í Naas, en samt er hann hvorki feiminn né heldur sig til hlés, hann er heldur ekki í þjóðbúningi eins og sú íslenska. Öll sitja þau á jörðinni áhyggjulaus, á hundrað mismunandi vegu og án þess að geta setið í sömu stellingu í meira en 5 mínútur. Full af virðingu og ástúð hlusta þau á það sem hinn vitri kennari segir, umhugsunarverð og viturleg orð, næstum innblásin, og þau skrifa öll glósur í stílabók sem er óaðskiljanlegur félagi þeirra. (Pizzurno, 1898). Sigríður Magnússon stofnaði kvennaskól- ann Vinaminni í Reykjavík árið 1891 en starfrækti hann aðeins skólaárið 1891–92. Vinaminni var einkaskóli og reksturinn kostaður af Sigríði. Ekki var hægt að halda skólanum lengur úti vegna fjárskorts, þar sem skólagjöld stóðu ekki undir rekstr- inum (Stefán Einarsson, 1933). Skólinn var einnig í samkeppni við Kvennaskóla Reykjavíkur sem Þóra og Páll Melsted stofnuðu árið 1875 og var styrktur af Al- þingi (Námsmeyjar í Kvennaskóla Reykja- víkur, 1887). Í Vinaminni var lögð áhersla á verklegar greinar umfram bóklegar. Kenndar voru námsgreinarnar húsvinna, matartilbún- ingur, skólasmíði, fatasaumur, flossaumur, kunstbródering, slöjd, danska, enska, landafræði, reikningur, saga, heilsufræði, réttritun, skrift og söngur (Kvennaskólinn Vinaminni, 1892a; Kvennaskólinn Vina- minni, 1892b). Vilhjálmína kenndi slöjd tvisvar í viku, frá tíu á morgnana til tvö á daginn (Sigríður Magnússon, 1893). Nám Vilhjálmínu hjá Salomon byggðist á gerð 30 líkana úr verkefnaröð sem talin var henta fyrir kvennaskóla. Ekki reynd- ust allar æfingar henni jafnauðveldar, svo sem geirnegling, en hún lauk þó öllum verkefnunum. Vilhjálmína áformaði að kenna samkvæmt sömu fyrirmyndum í Vinaminni. Hins fékk hún ekki öll þau verkfæri sem pöntuð voru til skólans í upphafi. Hún varð því einungis að byrja með átta útsögunarsagir og tvo hefla, sem takmarkaði kennsluna í byrjun. Vilhjálm- ína lét illa yfir viðnum sem hún varð að 8. mynd: Myndir af Pablo A. Pizzurno. Myndin til vinstri er tekin um svipað leyti og hann heimsótti skóla Salomons í Nääs.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.