Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 46
46
Gísli Þorsteinsson og Brynjar Ólafsson
notast við, en hann var nánast ónothæfur
miðað við þann sænska gæðavið sem hún
hafði unnið með í Nääs. Á sama tíma skrif-
ar Salomon henni hvatningarbréf þar sem
hann lýsir stolti sínu yfir starfi hennar og
ánægju yfir því að slöjd skuli vera kennt
í hinum nýja íslenska skóla (Vilhjálmína
Oddsdóttir, 1891). Vafalaust hefur Sal-
omon verið umhugað um velgengni þessa
nemanda síns, sem hann hafði sjálfur stutt
til náms. Eflaust hefur honum einnig verið
annt um framgang hugmyndafræði sinnar
í íslensku skólakerfi.
Samkvæmt uppástungu frá Elínu
Rann veigu Briem, forstöðukonu kvenna-
skólans á Ytri-Ey, og eftir samþykki aðal-
fundar kennarafélagsins 1891, boðaði
stjórn félagsins til sýningar ýmiss konar
skólavinnu, samfara ársfundi félagsins.
Þar sýndi Vinaminnisskólinn vinnu nem-
enda úr skólasmíðatímunum. Í Tímariti
um uppeldis- og menntamál, frá árinu 1892,
kemur fram að góður rómur var gerður að
kennslu Vilhjálmínu. Þar segir jafnframt
um sýninguna:
Frá kvennaskólunum var sýnt talsvert af saumuð-
um munum og saumaskapar-sýnishornum: fata-
saumur og ýmiskonar útsaumur; frá kvennaskól-
anum á Ytri-Ey þar að auki nokkrar teiknunaræf-
ingar, og frá Vinaminnisskólanum lítið sýnishorn
af trévinnu. Þá daga, sem sýningin var opin fyrir
almenning, komu eigi allfáir til að skoða vinnuna,
og mun það almennt álit þeirra, sem skyn bera á,
að vinnan hafi yfir höfuð verið vel af hendi leyst,
og borið vott um, að kennsla í skólunum sé góð
(Sýning skólavinnu, 1892, bls. 96).
Eiríkur og Sigríður voru góðir vinir enska
handverksfrömuðarins Williams Morris
sem var heillaður af íslenskri náttúru og
fornsögunum og forvígismaður hreyfing-
arinnar Arts and Crafts í Bretlandi sem var
andsvar við verksmiðjuframleiðslu Vikt-
oríutímans (Norman, 1996). Líklegt er að
Sigríður hafi sótt til Morris þá hugsjón sína
að kenna alþýðustúlkum að sníða, sauma
föt og smíða þegar hún ákvað að stofna
9. mynd: Sigríður og Eiríkur Magnússon í Cambridge til vinstri og
Sigríður að spila á gítar til hægri.