Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 47

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 47
47 Kennaraskólinn í Nääs og fyrstu íslensku nemendur hans í uppeldismiðaðri smíðakennslu kvennaskóla (Stefán Einarsson, 1933). Hún hafði til dæmis áður sýnt íslenskar hannyrðir í London og var með frú Morris í nefnd um það fyrirtæki. Einnig var hún tíður gestur á heimili Morris og bróðir hennar var í læri á verkstæði hans (Norm- an, 1996). Eiríkur kenndi Morris íslensku um nokkurra ára skeið og saman þýddu þeir nokkrar Íslendingasagnanna. Eiríkur og Sigríður fylgdu síðar Morris til Íslands árið 1871 og voru honum innan handar við það að kynnast íslenskum fyrirmennum. Ekki er ólíklegt að áhugi Vilhjálmínu og föður hennar á gildi handverks hafi vakn- að í tengslum við komu Morris til Íslands, þar sem Eiríkur og Sigríður kynntu hann fyrir vinum sínum (Norman, 1996). Vegna fátæktar og fjárhagsörðugleika ákvað fjölskylda Vilhjálmínu að flytjast til Vesturheims árið 1894, þar sem faðir henn- ar gerðist prestur í Nýja Íslandi. Þetta var erfið ákvörðun fyrir föðurinn en trú hans var vegvísir sem hjálpaði honum að taka þessa ákvörðun (Við áramótin, 1895). Hinn 28. september 1895 giftist Vil- hjálmína Kjartani Stefánssyni, kapteini á gufubátnum Idu er gerður var út á Winni- pegvatni. Kjartan og Vilhjálmína bjuggu á eynni Mikley í norðurhluta íslensku byggðarinnar og eignuðust þau fjögur börn. Ekki var þó hjónabandið langt, þar sem Kjartan drukknaði í Winnipegvatni árið 1906 (Áramót, 1906). Ekkjan fluttist þá til Duluth í Minnesota með börnin og dvaldi þar nokkur ár. Hún vann þar fyrir sér með saumaskap, en sneri seinna aftur til Manitoba og settist að í Winnipeg. Þar bjó hún til dauðadags, 8. október 1964, en þá var hún 92 ára að aldri (Benjamín Krist- jánsson, 1968). Dr. Matthías Septímus Þórðarson Matthías Septímus Þórðarson, fyrrver- andi þjóðminjavörður (1877–1961), tók þátt í trésmíðanámskeiði í Nääs hjá Ottó Salomon árið 1902. Matthías var fæddur 30. október 1877 á Fiskilæk í Melasveit í Borgarfirði. Hann varð stúdent frá Lærða skólanum árið 1898, cand. phil. í norræn- um fræðum og fornfræði frá Kaupmanna- hafnarháskóla árið 1899 og lauk þar einnig gráðu í heimspeki árið1937. Matthías varð prófessor að nafnbót árið 1937 og heiðurs- doktor við Háskóla Íslands árið 1952. Matthías var skipaður forngripavörður árið 1908 og gegndi því starfi til ársins 1947 (Dr. Matthías Þórðarson látinn, 1961). 10. mynd: Matthías Þórðarson. Myndin til vinstri er tekin í Nääs árið 1902, þegar Matthías tók þar þátt í námskeiði í tré- smíði frá 11. júní til 23. júlí.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.