Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Síða 47
47
Kennaraskólinn í Nääs og fyrstu íslensku nemendur hans í uppeldismiðaðri smíðakennslu
kvennaskóla (Stefán Einarsson, 1933).
Hún hafði til dæmis áður sýnt íslenskar
hannyrðir í London og var með frú Morris
í nefnd um það fyrirtæki. Einnig var hún
tíður gestur á heimili Morris og bróðir
hennar var í læri á verkstæði hans (Norm-
an, 1996). Eiríkur kenndi Morris íslensku
um nokkurra ára skeið og saman þýddu
þeir nokkrar Íslendingasagnanna. Eiríkur
og Sigríður fylgdu síðar Morris til Íslands
árið 1871 og voru honum innan handar við
það að kynnast íslenskum fyrirmennum.
Ekki er ólíklegt að áhugi Vilhjálmínu og
föður hennar á gildi handverks hafi vakn-
að í tengslum við komu Morris til Íslands,
þar sem Eiríkur og Sigríður kynntu hann
fyrir vinum sínum (Norman, 1996).
Vegna fátæktar og fjárhagsörðugleika
ákvað fjölskylda Vilhjálmínu að flytjast til
Vesturheims árið 1894, þar sem faðir henn-
ar gerðist prestur í Nýja Íslandi. Þetta var
erfið ákvörðun fyrir föðurinn en trú hans
var vegvísir sem hjálpaði honum að taka
þessa ákvörðun (Við áramótin, 1895).
Hinn 28. september 1895 giftist Vil-
hjálmína Kjartani Stefánssyni, kapteini á
gufubátnum Idu er gerður var út á Winni-
pegvatni. Kjartan og Vilhjálmína bjuggu
á eynni Mikley í norðurhluta íslensku
byggðarinnar og eignuðust þau fjögur
börn. Ekki var þó hjónabandið langt, þar
sem Kjartan drukknaði í Winnipegvatni
árið 1906 (Áramót, 1906). Ekkjan fluttist
þá til Duluth í Minnesota með börnin og
dvaldi þar nokkur ár. Hún vann þar fyrir
sér með saumaskap, en sneri seinna aftur
til Manitoba og settist að í Winnipeg. Þar
bjó hún til dauðadags, 8. október 1964, en
þá var hún 92 ára að aldri (Benjamín Krist-
jánsson, 1968).
Dr. Matthías Septímus Þórðarson
Matthías Septímus Þórðarson, fyrrver-
andi þjóðminjavörður (1877–1961), tók
þátt í trésmíðanámskeiði í Nääs hjá Ottó
Salomon árið 1902. Matthías var fæddur
30. október 1877 á Fiskilæk í Melasveit í
Borgarfirði. Hann varð stúdent frá Lærða
skólanum árið 1898, cand. phil. í norræn-
um fræðum og fornfræði frá Kaupmanna-
hafnarháskóla árið 1899 og lauk þar einnig
gráðu í heimspeki árið1937. Matthías varð
prófessor að nafnbót árið 1937 og heiðurs-
doktor við Háskóla Íslands árið 1952.
Matthías var skipaður forngripavörður
árið 1908 og gegndi því starfi til ársins
1947 (Dr. Matthías Þórðarson látinn, 1961).
10. mynd: Matthías Þórðarson.
Myndin til vinstri er tekin í
Nääs árið 1902, þegar Matthías
tók þar þátt í námskeiði í tré-
smíði frá 11. júní til 23. júlí.