Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 51

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 51
51 Kennaraskólinn í Nääs og fyrstu íslensku nemendur hans í uppeldismiðaðri smíðakennslu Í Kennaraskólanum var skólasmíðinni einnig hætt á svipuðum tíma og Matthías hætti kennslu við Barnaskólann og þess í stað kenndur heimilisiðnaður undir hand- leiðslu Halldóru Bjarnadóttur (Freysteinn Gunnarsson, 1958). Sennilegt er að þessi breyting hafi orðið fyrir áhrif frá Heim- ilisiðnaðarfélaginu og hugsanlega vegna skorts á kennurum með viðunandi mennt- un og þjálfun í skólasmíði. Á sama tíma heyrðust einnig raddir um gildi heim- ilisiðnaðarins umfram skólaiðnaðinn, sem væri of kerfisbundinn og fullur af endur- tekningum (Sigrún P. Blöndal, 1929). Seinna snerist áhugi Matthíasar frekar að varðveislu þjóðlegra muna og heim- ilisiðnaði. Hefur þá reynsla hans frá Nääs vafalaust nýst honum. Matthías varð síðan einn af helstu hvatamönnunum að stofnun Heimilisiðnaðarfélags Íslands, ásamt Ingu Láru Lárusdóttur sem einnig hafði sótt sér menntun til Nääs. Matthías var lengi í stjórn Heimilisiðnaðarfélags Ís- lands, eða frá stofnun félagsins árið 1913 („Saga félagsins“, 2012). Inga Lára Lárusdóttir Inga Lára (1883–1949) var dóttir Lárusar Benediktssonar, prests í Selárdal, og konu hans, Ólafíu Sigríðar Ólafsdóttur. Árið 1902 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur og nam Inga Lára við Kvennaskólann í Reykjavík skólaárið 1902–1903. Á árunum 1904–1907 stundaði hún nám í Danmörku og Svíþjóð, nam m.a. við Berlitz School of Language í Kaupmannahöfn. Hún fór einnig til Svíþjóðar veturinn 1910–1911 til þess að læra trésmíði í slöjdskóla Salom- ons. Inga Lára var kennari við Barnaskóla Reykjavíkur árin 1907–1917, þar sem hún kenndi samhliða Matthíasi handavinnu stúlkna (Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 2004). Ekki er vitað hvort hún kenndi nokkru sinni skólasmíði en hún gerði þó tilraun til þess að innleiða svokallað smáslöjd í Barnaskóla Reykjavíkur, en það var þó meira í ætt við heimilisiðnaðaráhersluna en trésmíðamiðaða skólasmíði. Beiðni hennar um innleiðingu smáslöjdsins í barnaskólann var hafnað af skólanefnd- inni. Um tíma kenndi Inga Lára handa- vinnu kvenna við Kvennaskólann í Reykjavík frá árinu 1921 (Ólafur Þ. Krist- jánsson, 1965). Inga Lára vildi efla heimilisiðnað á Íslandi til atvinnusköpunar í gegnum menntun alþýðunnar (Inga Lára Lárus- dóttir, 1912) og var, sem fyrr segir, einn af aðalhvatamönnum þess að Heimilisiðn- aðarfélag Íslands var stofnað, ásamt þeim Matthíasi Þórðarsyni og Jóni Þórarinssyni, sem hafði beitt sér einarðlega fyrir til- komu skólasmíðinnar á Íslandi, bæði sem skólameistari í Flensborg og þingmaður (Brynjar Ólafsson og Gísli Þorsteinsson, 2011). Með stofnun félagsins fékk heim- ilisiðnaðurinn meira vægi sem áhersla í íslenskum alþýðuskólum og í kennara- menntun (Barnaskóli Reykjavíkur, 1930; Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, 1960). Heimilisiðnaðarfélagið (HÍ) og áhrif heimilisiðnaðarins á skólasmíðina Eftir innreið iðnvæðingarinnar á 19. öld fóru menn að hafa áhyggjur af því að þáttur heimilisiðnaðar í menningu Ís- lands væri að hverfa. Iðnvæðingin ól af sér framleiðslu- og neysluhætti sem gjör-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.