Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 51
51
Kennaraskólinn í Nääs og fyrstu íslensku nemendur hans í uppeldismiðaðri smíðakennslu
Í Kennaraskólanum var skólasmíðinni
einnig hætt á svipuðum tíma og Matthías
hætti kennslu við Barnaskólann og þess í
stað kenndur heimilisiðnaður undir hand-
leiðslu Halldóru Bjarnadóttur (Freysteinn
Gunnarsson, 1958). Sennilegt er að þessi
breyting hafi orðið fyrir áhrif frá Heim-
ilisiðnaðarfélaginu og hugsanlega vegna
skorts á kennurum með viðunandi mennt-
un og þjálfun í skólasmíði. Á sama tíma
heyrðust einnig raddir um gildi heim-
ilisiðnaðarins umfram skólaiðnaðinn, sem
væri of kerfisbundinn og fullur af endur-
tekningum (Sigrún P. Blöndal, 1929).
Seinna snerist áhugi Matthíasar frekar
að varðveislu þjóðlegra muna og heim-
ilisiðnaði. Hefur þá reynsla hans frá Nääs
vafalaust nýst honum. Matthías varð
síðan einn af helstu hvatamönnunum að
stofnun Heimilisiðnaðarfélags Íslands,
ásamt Ingu Láru Lárusdóttur sem einnig
hafði sótt sér menntun til Nääs. Matthías
var lengi í stjórn Heimilisiðnaðarfélags Ís-
lands, eða frá stofnun félagsins árið 1913
(„Saga félagsins“, 2012).
Inga Lára Lárusdóttir
Inga Lára (1883–1949) var dóttir Lárusar
Benediktssonar, prests í Selárdal, og konu
hans, Ólafíu Sigríðar Ólafsdóttur. Árið
1902 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur
og nam Inga Lára við Kvennaskólann í
Reykjavík skólaárið 1902–1903. Á árunum
1904–1907 stundaði hún nám í Danmörku
og Svíþjóð, nam m.a. við Berlitz School
of Language í Kaupmannahöfn. Hún fór
einnig til Svíþjóðar veturinn 1910–1911 til
þess að læra trésmíði í slöjdskóla Salom-
ons. Inga Lára var kennari við Barnaskóla
Reykjavíkur árin 1907–1917, þar sem hún
kenndi samhliða Matthíasi handavinnu
stúlkna (Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 2004).
Ekki er vitað hvort hún kenndi nokkru
sinni skólasmíði en hún gerði þó tilraun
til þess að innleiða svokallað smáslöjd í
Barnaskóla Reykjavíkur, en það var þó
meira í ætt við heimilisiðnaðaráhersluna
en trésmíðamiðaða skólasmíði. Beiðni
hennar um innleiðingu smáslöjdsins í
barnaskólann var hafnað af skólanefnd-
inni. Um tíma kenndi Inga Lára handa-
vinnu kvenna við Kvennaskólann í
Reykjavík frá árinu 1921 (Ólafur Þ. Krist-
jánsson, 1965).
Inga Lára vildi efla heimilisiðnað á
Íslandi til atvinnusköpunar í gegnum
menntun alþýðunnar (Inga Lára Lárus-
dóttir, 1912) og var, sem fyrr segir, einn af
aðalhvatamönnum þess að Heimilisiðn-
aðarfélag Íslands var stofnað, ásamt þeim
Matthíasi Þórðarsyni og Jóni Þórarinssyni,
sem hafði beitt sér einarðlega fyrir til-
komu skólasmíðinnar á Íslandi, bæði sem
skólameistari í Flensborg og þingmaður
(Brynjar Ólafsson og Gísli Þorsteinsson,
2011). Með stofnun félagsins fékk heim-
ilisiðnaðurinn meira vægi sem áhersla í
íslenskum alþýðuskólum og í kennara-
menntun (Barnaskóli Reykjavíkur, 1930;
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, 1960).
Heimilisiðnaðarfélagið (HÍ) og áhrif
heimilisiðnaðarins á skólasmíðina
Eftir innreið iðnvæðingarinnar á 19. öld
fóru menn að hafa áhyggjur af því að
þáttur heimilisiðnaðar í menningu Ís-
lands væri að hverfa. Iðnvæðingin ól af
sér framleiðslu- og neysluhætti sem gjör-