Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Síða 69
69
Nýja stærðfræðin í barnaskólum
hafi fylgst með þáttunum af athygli. Þætt-
irnir voru í miklum metum á þessum
heimilum þar sem börnin voru á leið í
menntaskóla og urðu raunar öll háskóla-
kennarar í stærðfræðitengdum greinum.
Áratugum síðar ritaði Jón Ingólfur Magn-
ússon kveðju frá Íslenska stærðfræðafélag-
inu við andlát Guðmundar Arnlaugssonar
og sagði: „Þættir hans í sjónvarpi um það
sem þá hét „nýja stærðfræðin“ eru einnig
ógleymanlegir, enda límdust margir við
tækið þegar þeir voru á dagskrá.“ (Jón
Ingólfur Magnússon, 1996, bls. 43).
Skoðanir voru þó vissulega skiptar
meðal almennings um nýju stærðfræðina.
Þáttastjórnandi í sjónvarpinu minnist þess
að hafa fundið fyrir minnimáttarkennd
þegar hann vildi aðstoða börn sín við
stærðfræðina (A. munnleg heimild, 19.
september 2010), og annar starfsmaður
sjónvarpsins (G. munnleg heimild, 23.
september 2010), sagði að þættirnir hefðu
ekki höfðað til sín, hann kysi fremur gömlu
stærðfræðina.
Viðbrögð við nýju stærðfræðinni
Um þær mundir sem viðtalið við Agnete
Bundgaard og Karen Blum var birt var
tekið að renna upp fyrir yfirvöldum að
ýmislegt væri að fara úrskeiðis: tilrauna-
kennslan í barnaskólunum væri orðin allt
of umfangsmikil, hún væri of erfið í rekstri
með tilliti til aðstoðar við kennarana og í
sumum tilvikum væri hún að fara úr bönd-
unum (Ragnhildur Bjarnadóttir munnleg
heimild, 16. september 2003). Skólarann-
sóknadeild Menntamálaráðuneytisins
hafði verið sett á stofn. Þar var ákveðið
verklag um endurskoðun námsefnis, þ.e.
að setja fram markmið, rita námskrá og
síðan námsefni út frá því í tilraunaskyni.
Í þeim vanda sem skapaðist af náms-
efni nýju stærðfræðinnar var ákveðið að
hlaupa yfir markmiðasetninguna og nám-
skrána og hefjast handa við að rita nýtt,
heimasmíðað námsefni (Andri Ísaksson
munnleg heimild, 10. mars 2003). Í loka-
útgáfu þess námsefnis voru mengi varla
nefnd. Hrifningunni af nýju stærðfræðinni
á barnaskólastigi á Íslandi hafði slotað.
Árgangurinn sem fæddur var árið 1965
og kom sjö ára inn í þáverandi fyrsta bekk
árið 1972 var síðasti stóri árgangurinn
sem tók Bundgaard-námsefnið. Í sumum
tilvikum má vera að skipt hafi verið yfir
í eldra námsefni eftir þriðja bekk, þegar
yngsta stigi var lokið, svo að gera má ráð
1. mynd Guðmundur
Arnlaugsson við upptöku í
sjónvarpssal (Þriðjudagur.
Sjónvarp, 1967).