Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 74
74
Kristín Bjarnadóttir
upp á stuttar kynningar áður en kennarar
takast á við nýtt efni. Foreldrar ættu einnig
að hafa aðgang að fræðslu sem geri þeim
mögulegt að styðja við nám barna sinna í
stað þess að foreldrunum sé bægt frá. Lær-
dómurinn af ævintýrinu fyrir og um 1970
fer að gleymast en vandinn kemur upp í
hvert skipti þegar námsefni er endurnýjað
í takt við nýja tíma eins og vera ber. Ef eitt-
hvað ber út af er hætt við að orðstírinn
mótist fremur af því sem aflaga fer en
þeim kostum sem efnið er búið.
Var einhver skaði skeður? Rannsókn
sem þessi getur ekki svarað því. Henni
var ekki ætlað að gera fulla grein fyrir or-
sökum og afdrifum nýju stærðfræðinnar.
Ítarlegri atlögur að því en hér er rúm fyrir
hafa verið gerðar annars staðar (Kristín
Bjarnadóttir, 2006; 2009). Hér hefur aðeins
verið rakin opinber umræða og kynning,
auk nokkurra minningarbrota um upp-
lifun atburða sem áttu sér stað fyrir meira
en fjórum áratugum. Nemendur þeir sem
nutu framangreindrar kennslu eru farnir
að nálgast fimmtugt þegar þessi grein er
skrifuð. Áhugavert væri að kanna færni
þeirra og viðhorf til stærðfræði. Óhentugt
yrði þó um samanburð við jafnaldra þar
sem þorri nemenda í Reykjavík tók þetta
námsefni en síður nemendur á lands-
byggðinni og þá kæmu aðrir þættir til
álita, svo sem stærð hópa. Ef borið yrði
saman við yngri nemendur þyrfti að taka
tillit til þess að vasareiknar voru á næsta
leiti og þörfin fyrir að setja upp formlega
útreikninga var ekki eins brýn og áður.
Kynningin beindist að foreldrum, kenn-
urum og almenningi. Nýja stærðfræðin
varð aldrei eins umdeild á efri skólastigum
og hinum neðri, hvorki á Íslandi né annars
staðar. Unglingar í gagnfræðaskólum og
menntaskólum, sem einnig námu nýju
stærðfræðina en í öðrum búningi, voru
vissulega hluti almennings. Nýja stærð-
fræðin og sjónvarpsþættirnir kveiktu
mikinn áhuga á stærðfræði með mörgum,
meðal annarra þeim Valbirni, Jónasi,
Gunni og Jónu sem voru unglingar árið
1967. Þau hafa öll áunnið sér sess á stærð-
fræðitengdum sviðum. Hver einstaklingur
vegur þungt í fámennu landi þar sem þá-
lifandi íslenskum stærðfræðingum fjölgaði
ekki úr einum í tvo fyrr en komið var fram
á annan fjórðung tuttugustu aldar.