Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 84
84
Meyvant Þórólfsson
Reglur og aðferðir hins nýja leiks rak á
fjörur íslenska menntakerfisins um áratug
eftir að PSSC-nefndin hóf endurskoðun
sína á námskrám í náttúruvísindum vestan
hafs. Kveikjan varð með svipuðum hætti
og þar. Vísindamenn, menntafrömuðir og
stjórnmálamenn skáru upp herör gegn því
sem m.a. var nefnt „vanræksla“ gagnvart
greinum á borð við „raunvísindi“ (Félag
háskólamenntaðra kennara, 1969). Svein-
björn Björnsson, eðlisfræðingur skrifaði
grein í Menntamál (1966), þar sem hann
benti á að Íslendingar stæðu töluvert
að baki hinum Norðurlöndunum hvað
varðaði tiltækt námsefni og þekkingar-
kröfur í stærðfræði, eðlis- og efnafræði.
Í ágúst 1967 skipaði menntamálaráðu-
neytið nefnd sem skyldi fjalla um eðlis- og
efnafræðikennslu og semja námskrárdrög
fyrir það svið „upp að gagnfræðaprófi“
(Menntamálaráðuneytið, 1968). Líkt og
gerðist vestan hafs svöruðu yfirvöld til-
lögum hennar með sérstakri fjárveitingu
af fjárlögum 1969 til endurskoðunar náms-
efnis og kennslu í eðlis- og efnafræði (Örn
Helgason, 1972). Nefndina skipuðu tveir
eðlisfræðingar, einn menntaskólakennari,
prófessor í efnafræði og einn unglinga-
stigskennari. Formaður var Sveinbjörn
Björnsson eðlisfræðingur og fundarstaður
var Raunvísindastofnun Háskóla Íslands.
Enginn þurfti að fara í grafgötur um hvaða
stefnu nefndin vildi taka. Eldri kennslu-
bækur voru gagnrýndar fyrir að kenna
nemendum ýmis „hagnýt“ atriði sem
mörkuðust af „þjóðfélagi í kyrrstöðu“:
Í Bandaríkjunum og Bretlandi hefur hins vegar
verið unnið mikið starf við að skapa nýtt náms-
efni í raungreinum, námsefni, sem miðað er við
þær breyttu kröfur, sem þjóðfélag vorra daga
gerir. Nefndin vill leggja á það ríka áherzlu, að
hún telur, að íslenzkum nemendum verði vart
tryggt betra námsefni en fá mætti, ef byggt yrði
á starfi og reynslu við nýsköpun kennslu í eðlis-
og efnafræði í þessum tveimur löndum. (Mennta-
málaráðuneytið, 1968, bls. 14).
Það varð úr að sú nýsköpun kennslu,
sem átti sér stað í eðlis- og efnafræði í
Bandaríkjunum og Bretlandi, varð fyrir-
myndin að öllu náttúruvísindanámi hér-
lendis næstu árin, einnig í líffræði. Efni frá
BSCS-hópnum, hin svokallað bláa útgáfa,
var þýtt fyrir unglingastig grunnskóla og
í eðlis- og efnafræði var efni þýtt, staðfært
eða samið með verk PSSC-nefndarinnar,
CHEM-hópsins og Nuffield-stofnunarinnar
sem meginfyrirmyndir (Allyson Macdo-
nald, 1993; Ingólfur Á. Jóhannesson, 1991).
Áhersla var lögð á inntak, aðferðir og
lögmál nútímavísinda. Þótt lögð skyldi
áhersla á tilraunir, leitarnám og uppgötv-
unarnám bar námsefnið öll merki þess
að kennari skyldi leiða nemendur sína til
„einnar viðurkenndrar niðurstöðu“ sbr.
tilvitnun hér á undan.
Ekki kom út námskrá í líffræði á þessum
tíma. En námskráin í eðlis- og efnafræði
(Menntamálaráðuneytið, 1976), sem var
í gildi fyrir grunnskóla frá 1976 til 1989,
mátti heita athyglisverð með hliðsjón af
hugmyndum Yagers um náttúrufræðileik-
inn eða öllu heldur undirbúninginn fyrir
hann. Meðal meginmarkmiða eðlis- og
efnafræðikennslu í grunnskóla var það að
nemendur öðluðust þekkingu og skilning
á grundvallaratriðum eðlis- og efnafræði,
öðluðust „þjálfun í mælingum og kerfis-
bundnum athugunum“, þjálfuðust í að
„beita þekkingu, túlka niðurstöður athug-