Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Qupperneq 84

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Qupperneq 84
84 Meyvant Þórólfsson Reglur og aðferðir hins nýja leiks rak á fjörur íslenska menntakerfisins um áratug eftir að PSSC-nefndin hóf endurskoðun sína á námskrám í náttúruvísindum vestan hafs. Kveikjan varð með svipuðum hætti og þar. Vísindamenn, menntafrömuðir og stjórnmálamenn skáru upp herör gegn því sem m.a. var nefnt „vanræksla“ gagnvart greinum á borð við „raunvísindi“ (Félag háskólamenntaðra kennara, 1969). Svein- björn Björnsson, eðlisfræðingur skrifaði grein í Menntamál (1966), þar sem hann benti á að Íslendingar stæðu töluvert að baki hinum Norðurlöndunum hvað varðaði tiltækt námsefni og þekkingar- kröfur í stærðfræði, eðlis- og efnafræði. Í ágúst 1967 skipaði menntamálaráðu- neytið nefnd sem skyldi fjalla um eðlis- og efnafræðikennslu og semja námskrárdrög fyrir það svið „upp að gagnfræðaprófi“ (Menntamálaráðuneytið, 1968). Líkt og gerðist vestan hafs svöruðu yfirvöld til- lögum hennar með sérstakri fjárveitingu af fjárlögum 1969 til endurskoðunar náms- efnis og kennslu í eðlis- og efnafræði (Örn Helgason, 1972). Nefndina skipuðu tveir eðlisfræðingar, einn menntaskólakennari, prófessor í efnafræði og einn unglinga- stigskennari. Formaður var Sveinbjörn Björnsson eðlisfræðingur og fundarstaður var Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Enginn þurfti að fara í grafgötur um hvaða stefnu nefndin vildi taka. Eldri kennslu- bækur voru gagnrýndar fyrir að kenna nemendum ýmis „hagnýt“ atriði sem mörkuðust af „þjóðfélagi í kyrrstöðu“: Í Bandaríkjunum og Bretlandi hefur hins vegar verið unnið mikið starf við að skapa nýtt náms- efni í raungreinum, námsefni, sem miðað er við þær breyttu kröfur, sem þjóðfélag vorra daga gerir. Nefndin vill leggja á það ríka áherzlu, að hún telur, að íslenzkum nemendum verði vart tryggt betra námsefni en fá mætti, ef byggt yrði á starfi og reynslu við nýsköpun kennslu í eðlis- og efnafræði í þessum tveimur löndum. (Mennta- málaráðuneytið, 1968, bls. 14). Það varð úr að sú nýsköpun kennslu, sem átti sér stað í eðlis- og efnafræði í Bandaríkjunum og Bretlandi, varð fyrir- myndin að öllu náttúruvísindanámi hér- lendis næstu árin, einnig í líffræði. Efni frá BSCS-hópnum, hin svokallað bláa útgáfa, var þýtt fyrir unglingastig grunnskóla og í eðlis- og efnafræði var efni þýtt, staðfært eða samið með verk PSSC-nefndarinnar, CHEM-hópsins og Nuffield-stofnunarinnar sem meginfyrirmyndir (Allyson Macdo- nald, 1993; Ingólfur Á. Jóhannesson, 1991). Áhersla var lögð á inntak, aðferðir og lögmál nútímavísinda. Þótt lögð skyldi áhersla á tilraunir, leitarnám og uppgötv- unarnám bar námsefnið öll merki þess að kennari skyldi leiða nemendur sína til „einnar viðurkenndrar niðurstöðu“ sbr. tilvitnun hér á undan. Ekki kom út námskrá í líffræði á þessum tíma. En námskráin í eðlis- og efnafræði (Menntamálaráðuneytið, 1976), sem var í gildi fyrir grunnskóla frá 1976 til 1989, mátti heita athyglisverð með hliðsjón af hugmyndum Yagers um náttúrufræðileik- inn eða öllu heldur undirbúninginn fyrir hann. Meðal meginmarkmiða eðlis- og efnafræðikennslu í grunnskóla var það að nemendur öðluðust þekkingu og skilning á grundvallaratriðum eðlis- og efnafræði, öðluðust „þjálfun í mælingum og kerfis- bundnum athugunum“, þjálfuðust í að „beita þekkingu, túlka niðurstöður athug-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.