Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Síða 113

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Síða 113
113 Viðhorf tveggja leikskólakennara og aðferðir við valdeflingu leikskólabarna Börn eru jaðarhópur í samfélaginu að því leyti að þau hafa bæði lítil áhrif og lítil formleg völd. Þó hafa viðhorf til barna breyst hin seinni ár; áður voru þau álitin varnarlaus og getulítil en nú eru þau talin hæfileikarík og getumikil (e. competent) (Dahlberg, Moss og Pence, 1999). Einnig er algengara að þverfaglegri nálgun sé beitt þar sem reynt er að skilja börn og bernsku út frá sjónarhóli ýmissa fræðigreina í senn, eins og t.d. félagsfræði, sálfræði og kynja- fræði. Virðing fyrir rétti barna til að tjá sig hefur einnig aukist og meira er hlustað eft- ir viðhorfum þeirra til atriða sem snerta líf þeirra. Aukin áhersla er á rannsóknir með börnum í stað rannsókna á börnum, sem ríkjandi voru á árum áður (Anna Magnea Hreinsdóttir, 2009; Jóhanna Einarsdóttir, 2007). Þrátt fyrir þessa viðhorfsbreytingu má enn greina leifar eldri viðhorfa í ríkjandi orðræðu; fullorðnum er til að mynda enn tamt að tala í boðhætti við og um börn, til dæmis „láttu börnin syngja“ eða „syngið þið nú“. Sjaldgæfara er að heyra fullorðna tala þannig um eða til annars fullorðins fólks; „láttu kennarana syngja“. Í rann- sókn Önnu Magneu Hreinsdóttur (2009) á fjórum íslenskum leikskólum kemur fram að leikskólabörnin áttu lítinn sem engan þátt í ákvörðunum (Anna Magnea Hreinsdóttir og Sigurlína Davíðsdóttir, 2012). Nýleg úttekt á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins á leikskóla styður niðurstöður Önnu Magneu um litla þátttöku barna í starfseminni, en þar segir: „Börnunum virðist líða vel en taka ekki nægan þátt í ákvörðunum“ (Árný Elías- dóttir og Kristín Björk Jóhannsdóttir, 2011, bls. 5). Í ljósi fyrrgreindra niðurstaðna og aukinnar áherslu á þátttöku barna í ákvörðunum í nýrri aðalnámskrá er mikil- vægt að mati höfunda að huga betur að valdeflingu leikskólabarna. Af framangreindum ástæðum hlýtur rannsókn á starfsháttum leikskóla sem byggist á hugtakinu valdefling (e. empow- erment) að vera mikilvæg. Í leikskólanum sem er vettvangur þessarar rannsóknar er starfað í anda rómaðs leikskólastarfs í bænum Reggio Emilia á Norður-Ítalíu. Malaguzzi, sem var frumkvöðull á því sviði, lagði áherslu á rétt barna til virkrar þátttöku og að þau tækju ákvarðanir um eigið nám (Hoyuelos, í prentun/2004; Moestrup og Eskesen, 2004). Viðfangsefni þessarar greinar er viðhorf og störf leik- skólakennaranna í ljósi fræða um gagn- rýna kenningu (e. critical theory) og vald- eflingu (e. empowerment). Við gagnaúr- vinnslu er tekið mið af greiningarlíkani Sigrúnar Aðalbjarnardóttur og Roberts L. Selman um uppeldis- og menntunarsýn kennara (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2007). Viðhorf til þátttöku barna í ákvörðunum Saga sérstakra mannréttinda barna er ekki gömul. Í mannréttindasáttmála Sam- einuðu þjóðanna frá 1948 (Mannréttinda- yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, 2008) er t.d. ekki kveðið sérstaklega á um réttindi barna. Það var ekki fyrr en 41 ári seinna, eða 1989, að gerð var gangskör að því með samningi Sameinuðu þjóðanna um rétt- indi barnsins (hér eftir er hann nefndur Barnasáttmáli SÞ) (1989), þar sem börn eru talin sjálfstæðir einstaklingar með eigin réttindi (Gunnar E. Finnbogason, 2010).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.