Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Qupperneq 113
113
Viðhorf tveggja leikskólakennara og aðferðir við valdeflingu leikskólabarna
Börn eru jaðarhópur í samfélaginu að
því leyti að þau hafa bæði lítil áhrif og
lítil formleg völd. Þó hafa viðhorf til barna
breyst hin seinni ár; áður voru þau álitin
varnarlaus og getulítil en nú eru þau talin
hæfileikarík og getumikil (e. competent)
(Dahlberg, Moss og Pence, 1999). Einnig er
algengara að þverfaglegri nálgun sé beitt
þar sem reynt er að skilja börn og bernsku
út frá sjónarhóli ýmissa fræðigreina í senn,
eins og t.d. félagsfræði, sálfræði og kynja-
fræði. Virðing fyrir rétti barna til að tjá sig
hefur einnig aukist og meira er hlustað eft-
ir viðhorfum þeirra til atriða sem snerta líf
þeirra. Aukin áhersla er á rannsóknir með
börnum í stað rannsókna á börnum, sem
ríkjandi voru á árum áður (Anna Magnea
Hreinsdóttir, 2009; Jóhanna Einarsdóttir,
2007). Þrátt fyrir þessa viðhorfsbreytingu
má enn greina leifar eldri viðhorfa í ríkjandi
orðræðu; fullorðnum er til að mynda enn
tamt að tala í boðhætti við og um börn, til
dæmis „láttu börnin syngja“ eða „syngið
þið nú“. Sjaldgæfara er að heyra fullorðna
tala þannig um eða til annars fullorðins
fólks; „láttu kennarana syngja“. Í rann-
sókn Önnu Magneu Hreinsdóttur (2009)
á fjórum íslenskum leikskólum kemur
fram að leikskólabörnin áttu lítinn sem
engan þátt í ákvörðunum (Anna Magnea
Hreinsdóttir og Sigurlína Davíðsdóttir,
2012). Nýleg úttekt á vegum mennta- og
menningarmálaráðuneytisins á leikskóla
styður niðurstöður Önnu Magneu um litla
þátttöku barna í starfseminni, en þar segir:
„Börnunum virðist líða vel en taka ekki
nægan þátt í ákvörðunum“ (Árný Elías-
dóttir og Kristín Björk Jóhannsdóttir, 2011,
bls. 5). Í ljósi fyrrgreindra niðurstaðna
og aukinnar áherslu á þátttöku barna í
ákvörðunum í nýrri aðalnámskrá er mikil-
vægt að mati höfunda að huga betur að
valdeflingu leikskólabarna.
Af framangreindum ástæðum hlýtur
rannsókn á starfsháttum leikskóla sem
byggist á hugtakinu valdefling (e. empow-
erment) að vera mikilvæg. Í leikskólanum
sem er vettvangur þessarar rannsóknar
er starfað í anda rómaðs leikskólastarfs í
bænum Reggio Emilia á Norður-Ítalíu.
Malaguzzi, sem var frumkvöðull á því
sviði, lagði áherslu á rétt barna til virkrar
þátttöku og að þau tækju ákvarðanir um
eigið nám (Hoyuelos, í prentun/2004;
Moestrup og Eskesen, 2004). Viðfangsefni
þessarar greinar er viðhorf og störf leik-
skólakennaranna í ljósi fræða um gagn-
rýna kenningu (e. critical theory) og vald-
eflingu (e. empowerment). Við gagnaúr-
vinnslu er tekið mið af greiningarlíkani
Sigrúnar Aðalbjarnardóttur og Roberts L.
Selman um uppeldis- og menntunarsýn
kennara (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2007).
Viðhorf til þátttöku barna í ákvörðunum
Saga sérstakra mannréttinda barna er
ekki gömul. Í mannréttindasáttmála Sam-
einuðu þjóðanna frá 1948 (Mannréttinda-
yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, 2008) er
t.d. ekki kveðið sérstaklega á um réttindi
barna. Það var ekki fyrr en 41 ári seinna,
eða 1989, að gerð var gangskör að því með
samningi Sameinuðu þjóðanna um rétt-
indi barnsins (hér eftir er hann nefndur
Barnasáttmáli SÞ) (1989), þar sem börn eru
talin sjálfstæðir einstaklingar með eigin
réttindi (Gunnar E. Finnbogason, 2010).