Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Qupperneq 114
114
Guðrún Alda Harðardóttir og Baldur Kristjánsson
Á Íslandi var Barnasáttmáli SÞ staðfestur
1992 (Þingskjal 923, 1991–1992). Það var
ekki fyrr en árið 2009 að Alþingi sam-
þykkti að lögfesta skyldi þennan samning
fyrir 20. nóvember sama ár (Þingskjal 733,
2008–2009), en þrátt fyrir það hefur því
ekki enn verið framfylgt (Dómsmála- og
mannréttindaráðuneyti, 2009; Umboðs-
maður barna, 2010).
Leikskólinn er fyrsti skóli flestra barna
þar sem þau deila stórum hluta hvers-
dagslífs síns með öðrum börnum og full-
orðnum. Samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla
(Mennta- og menningarmálaráðuneytið,
2011) á leikskóli „að vera lýðræðislegur
vettvangur“ (bls. 24) og lærdómssamfélag
þar sem börn eru virkir þátttakendur og
hafa áhrif á ákvarðanir og leikskólastarf
skal stuðla að því að efla trú barnanna á
eigin getu; með öðrum orðum lærdóms-
samfélag þar sem stuðlað er að valdefl-
ingu. Virk þátttaka barna samræmist vel
þeim ákvæðum Barnasáttmálans (1989)
sem fjalla um rétt barna til að hafa áhrif
og um tjáningarfrelsi þeirra (sjá 12. og 13.
grein). Í Aðalnámskrá leikskóla (Mennta- og
menningarmálaráðuneytið, 2011) er kveð-
ið fastar að orði en áður um þátttöku leik-
skólabarna í ákvörðunum í leikskólastarfi.
Leikskólanum ber að vera vettvangur þar
sem allir hafa áhrif á leikskólastarfið með
vali um verkefni og vinnubrögð.
Fjöldi rannsókna hefur sýnt að við-
horf kennara til skólastarfs eru megin-
mótunarþáttur í starfi þeirra (Dahlberg,
Moss og Pence, 2007; Ekholm og Hedin,
1993; Jordan, 2004; Jóhanna Einarsdóttir,
2008; Katrín Friðriksdóttir og Sigrún Aðal-
bjarnardóttir, 2002; Sigrún Aðalbjarnar-
dóttir, 2007). Til dæmis hefur komið fram
í rannsóknum að viðhorf leikskólakennara
til getu barnanna hafa áhrif á starf barna
og áhuga þeirra á leikskólastarfinu (Dan,
Feng og Wang, 2009) og einnig á samvinnu
barna sín á milli (Ekholm og Hedin, 1993;
Shin og Kim, 2008). Rannsókn Hrannar
Pálmadóttur og Þórdísar Þórðardóttur
(2007) á uppeldissýn meðal starfsfólks
leikskóla sýndi að hugmyndir starfsfólks-
ins um eigin samskipta- og kennsluaðferð-
ir breyttust í takt við aukna þekkingu þess
á starfinu.
Lenz Taguchi (í Dahlberg o.fl., 2007)
telur að viðhorf kennara til leikskólabarna
birtist jafnt í orðum þeirra sem athöfnum,
til dæmis hvernig þeir telja að börnin
skuli hegða sér í leikskólanum. Því má
telja að í því sem gerist eða er gert í leik-
skólastarfinu birtist hugmyndir og viðhorf
starfsfólksins í leikskólanum til þess hvað
leikskólabarn er og hvað það eigi að vera.
Rannsókn Jóhönnu Einarsdóttur (2001) á
starfsaðferðum og sannfæringu tveggja
leikskólakennara styður við hugmyndir
Lenz Taguchi um að viðhorf starfsfólksins
speglist í leikskólastarfinu, eins og fjallað
var um hér að framan. Rannsóknir á starfs-
háttum leikskólakennara hérlendis benda
til þess að þeir leggi megináherslu á um-
önnunarhlutverk sitt; að leikskólabörnin
séu ánægð og þeim líði vel í leikskólanum
(Arna H. Jónsdóttir, 2001; Inga María Ingv-
arsdóttir, 2009; Jóhanna Einarsdóttir, 2001;
Jónína Lárusdóttir, 2006; Kristín Dýrfjörð,
2006; Sigríður Síta Pétursdóttir, 2008).
Í rannsókn Önnu Magneu Hreinsdóttur
(2009) á fjórum íslenskum leikskólum,
kemur fram að leikskólabörnin áttu lítinn