Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 119
119
Viðhorf tveggja leikskólakennara og aðferðir við valdeflingu leikskólabarna
skólastarf í einum leikskóla á höfuðborgar-
svæðinu skoðað í eitt skólaár, 2004–2005. Í
leikskólanum voru um 60 börn á aldrinum
átján mánaða til fimm ára og um tuttugu
starfsmenn, þar af voru átta leikskóla-
kennarar. Rannsóknargögnum var safnað
við sem eðlilegastar aðstæður þátttakenda
og reynt að öðlast skilning á þeim og kom-
ast að innsta kjarna viðfangsefnisins, sem
í þessu tilfelli er viðhorf viðkomandi leik-
skólakennara til leikskólastarfsins og til
valdeflingar barnanna.
Grein þessi byggist á viðtölum við tvo
leikskólakennara og þátttökuathugunum
á þeim í starfi: tveimur athugunum (35 og
60 mín.) á leikskólastarfi kennaranna með
6–11 börnum og einni 75 mínútna athugun
þegar kennararnir voru með fjölmennan
hóp, það er 60 börn. Nokkrum dögum
síðar voru tekin 60–90 mín. hálfskipulögð
(e. semi-structured) viðtöl (Creswell, 2003,
2007; Schwandt, 2003) við kennarana um
leikskólastarfið þar sem þeim gafst meðal
annars færi á að útskýra starf sitt og sýn
á skólastarfið. Spurningarnar byggðust á
upplýsingum úr þátttökuathugununum
þar sem athuguð voru viðhorf og starfsað-
ferðir kennaranna og valdefling barnanna.
Viðtölin voru tekin upp á stafrænt upp-
tökutæki og afrituð frá orði til orðs.
Úrvinnsla
Rannsóknargögnin voru marglesin og við
greiningu þeirra var tekið mið af greining-
arlíkani sem Sigrún Aðalbjarnardóttir hef-
ur þróað ásamt Robert L. Selman um upp-
eldis- og menntunarsýn kennara. Fræði-
legar rætur líkansins eru félagsfræðilegar
kenningar með áherslu á það hvernig
mannveran skapar og endurskapar þekk-
ingu og skilning á sjálfri sér og umhverfi
sínu og fyrirbærafræði „að túlka hvernig
hver mannsekja leitast við að skilja reynslu
sína og leggur merkingu í líf sitt“. (Sigrún
Aðalbjarnardóttir, 2007:256). Líkanið er
upphaflega hannað með grunnskólakenn-
ara í huga en hér er það sett í samhengi við
leikskólastarf. Líkanið gerir ráð fyrir eftir-
farandi þremur flokkum viðhorfa:
(a) Staðbundin viðhorf, þar sem viðhorf,
starfsgrundvöllur eða starfshættir mið-
ast fyrst og fremst við þann barnahóp
sem kennarinn vinnur með. Með öðrum
orðum er átt við að sýn hans sé bundin
barnahópnum.
(a) Samþætt viðhorf, þar sem kennari grein-
ir eigin styrkleika og veikleika í skólastarf-
inu og gerir sér grein fyrir tengslum milli
eigin velgengni og velgengni barnanna.
Kennarinn lætur þá ekki nægja að vísa í
tilteknar aðstæður í umfjöllun um hug-
myndir sínar og sýn.
(c) Samþætt og aðstæðubundið viðhorf, þar
sem kennari tengir viðhorf sín við starfs-
hætti, ekki bara við barnahópinn heldur
líka út fyrir hann og vísar í tilteknar að-
stæður í nútíð og framtíð, til heilla fyrir
framtíð barnsins og samfélagsins (Sigrún
Aðalbjarnardóttir, 2007).
Þegar starfsaðferðir eru greindar eftir
líkaninu er flokkunin eftirfarandi:
(a) Staðbundnar starfsaðferðir teljast vera
þegar kennari notar einhliða starfsaðferð-
ir, t.d. fyrirskipanir eða undanlátssemi.
Aðferðirnar eru einhæfar og lítið mið tekið
af aðstæðum.