Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Síða 133
133
Skóli án aðgreiningar og kennaramenntun
Nám án aðgreiningar (e. inclusive educa-
tion) er stöðugt ferli sem hefur það að
markmiði að allir eigi kost á góðri mennt-
un þar sem tekið er tillit til fjölbreytileika
nemenda og ólíkra námsþarfa og náms-
getu, eiginleika og væntinga nemenda og
samfélagsins (UNESCO-IBE, 2008). Hug-
myndir um skóla án aðgreiningar (e. inclu-
sive school) ganga út frá því að nám sé á
forsendum hvers einstaklings og að allt
skipulag skólastarfs og kennslu taki mið
af fjölbreyttum nemendahópum þannig
að allir nemendur fái nám og kennslu við
hæfi. Kennarar gegna lykilhlutverki við að
styrkja börn og ungmenni til að takast á
við líf og störf í nútíma- og framtíðarsam-
félagi. Þekking þeirra, færni og viðhorf
eru mikilvægir þættir í því að ná góðum
árangri og hafa áhrif á þróun skóla án að-
greiningar (OECD, 2005). Góð kennsla og
hæfileikar kennara til að hvetja alla nem-
endur til að gera sitt besta og ná mark-
miðum námskrár geta haft langvarandi
áhrif á velferð ungs fólks (Council of the
European Union, 2009).
Hugmyndafræði skóla án aðgreiningar
hefur haft áhrif á lög, reglugerðir og nám-
skrár í löndum víða um heim á undanförn-
um árum þó túlkun og útfærsla sé mis-
munandi (Booth, Nes og Strømstad, 2003;
Meijer, 2003; Meijer, Soriano og Watkins,
2003). Íslensk lög um grunnskóla og aðal-
námskrá grunnskóla byggjast á þessum
hugmyndum en orðalagið skóli án aðgrein-
ingar var ekki notað fyrr en með nýjum
lögum árið 2008 (Lög um grunnskóla nr.
91/2008) og í Aðalnámskrá grunnskóla:
Almennum hluta 2011 (Mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytið, 2011).
Fulltrúar aðildarlanda Evrópumið -
stöð v ar fyrir þróun í sérkennslu (The
European Agency for Development in
Special Needs Education) töldu nauðsyn-
legt að kanna hvernig undirbúning og
stuðning kennaranemar fengju til að tak-
ast á við það krefjandi verkefni að starfa
í skóla án aðgreiningar þannig að allir
nemendur njóti sín bæði í námi og félags-
lega. Einnig töldu þeir að setja þyrfti fram
hæfniviðmið sem aðildarlöndin gætu haft
til viðmiðunar við gerð námskrár fyrir
kennara menntun. Rannsóknarverkefni
var unnið í 25 Evrópulöndum á árunum
2009–2012 (Evrópumiðstöðin fyrir þróun
í sérkennslu, 2011). Að beiðni Mennta- og
menningarmálaráðuneytisins tóku höf-
undar þátt í verkefninu fyrir hönd Íslands,
en það hófst vorið 2009 og lauk vorið
2012. Það varð til þess að rannsakað var
hvað stæði kennaranemum í grunnnámi
á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
(MVS HÍ) til boða til að styrkja hæfni sína
til að starfa í skóla án aðgreiningar. Í þess-
ari grein verður greint frá niðurstöðum
þeirrar rannsóknar, fjallað um bakgrunn
hennar, hugmyndir sem liggja til grund-
vallar skóla án aðgreiningar og áherslur og
kennsluaðferðir í kennaranámi. Síðan er
gerð grein fyrir þeim aðferðum sem beitt
var við öflun upplýsinga um inntak nám-
skeiða á MVS HÍ og niðurstöðum rann-
sóknarinnar.
Skóli án aðgreiningar
Skóli án aðgreiningar er hugmyndafræði
sem rekur uppruna sinn til baráttu fyrir
menntun fatlaðra nemenda í almenna