Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 137

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 137
137 Skóli án aðgreiningar og kennaramenntun Hæfnisviðin eru fjögur: • að geta lagt mat á ólíkar þarfir nem- enda: að líta á fjölbreytileika sem mannauð og menntunarauka; • að veita öllum nemendum stuðning: kennarar hafa væntingar um að allir nemendur nái árangri; • að geta unnið með öðrum: samstarf og teymisvinna eru öllum kennurum mikilvæg; • að þroskast í starfi: kennsla er náms- ferli – kennurum ber að stunda sí- menntun (Evrópumiðstöðin fyrir þró- un í sérkennslu, 2011, bls. 10). Á hverju hæfnisviði eru undirþættir um viðhorf og skoðanir, þekkingu og skilning, hæfni og getu. Í skýrslu um undirbúning kennara fyrir kennslu fjölmenningarlegra nemendahópa er bent á að kennaranemar þurfi að öðlast færni í að meta viðhorf sín gagnvart annarri menningu en sinni eigin, þróa með sér samhygð, kynnast aðferðum til að fjalla um fordóma á viðeigandi hátt, öðlast næmi fyrir ólíkri menningu og að nýta vel þann styrk sem börn úr minni- hlutahópum koma með í nemendahópinn. Að auki þurfa þeir að hafa á valdi sínu hæfni til samskipta við foreldra (European Union Knowledge System for Lifelong Learning, 2007). Oft er kennaranámið skipulagt þannig að ákveðin námskeið eru í boði um skóla án aðgreiningar eða sérkennslu og eru þau ýmist í kjarna eða tilheyra valgrein (Evr- ópumiðstöðin fyrir þróun í sérkennslu, 2011; Lambe, 2007; Lancaster og Bain, 2007; Van Laarhoven o.fl., 2006). Stayton og McCollun (2002) könnuðu rannsóknar- greinar sem birtust á árunum 1990–2000 í ritrýndum fræðitímaritum og fjölluðu um það hvernig sérkennsla og skóli án aðgreiningar voru kynnt kennaranemum víðs vegar um heiminn. Niðurstöður þeirra voru að eftirfarandi þrjár leiðir væru algengastar: Innleiðing þar sem nem- endur sækja eitt til tvö námskeið um skóla án aðgreiningar. Samstarfsverkefni þar sem fjallað er um skóla án aðgreiningar á nokkrum námskeiðum og kennaranemar í almennri kennslu og sérkennslu eru sam- an í vettvangsnámi. Samþætt námskeið þar sem allir kennaranemar taka sömu nám- skeið þar sem þeir fá undirbúning fyrir kennslu í grunnskóla og sérstök áhersla er á nemendur með sérþarfir. Í mörgum löndum Evrópu eru tvö kerfi þar sem almennum kennurum er kennt í öðru kerfinu en sérkennurum í hinu og lítið er um samskipti þeirra á milli (Evr- ópumiðstöðin fyrir þróun í sérkennslu, 2011). Nemendahópar eru fjölbreyttir og erfiðleikar margbreytilegir. Þess vegna má spyrja hvort hyggilegt sé að mennta kenn- ara í ólíkum aðgreindum kerfum. Einnig má spyrja hvar skuli setja mörkin; hvaða erfiðleikar séu þess eðlis að hinn almenni kennari geti ekki brugðist við þeim eða lært að bregðast við þeim. Með þessu fyr- irkomulagi er hætta á að hinum almenna bekkjarkennara séu send þau skilaboð að hann sé einungis fær um að kenna sum- um nemendum. Florian og Rouse (2009) telja að sérkennsla sem kennd er í grunn- menntun kennara styrki tilfinningu fyrir aðgreiningu sem einkennir sérkennslu og leiði til þeirra viðhorfa að kennarar sem hafi fengið tilgreinda menntun eigi að bera ábyrgð á börnum með sérþarfir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.