Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 138
138
Hafdís Guðjónsdóttir og Jóhanna Karlsdóttir
Í kennsluskrá Háskóla Íslands árin
2009–2011 kemur fram að grunnskóla-
kennarafræði var þriggja ára fræðilegt og
starfstengt 180 eininga grunnnám til B.Ed.-
gráðu. Í hæfniviðmiðum grunnskólakenn-
arafræða (Háskóli Íslands, Menntavísinda-
svið, 2009, 2010) segir að nemendur eigi að
hafa almennan skilning á kenningum, geta
nýtt þekkingu sína og tekið og réttlætt
ákvarðanir á faglegum grunni kennslu- og
uppeldisfræða. Lögð er áhersla á að kenn-
aranemar „öðlist skilning á og innsæi í
helstu kenningar og hugtök um almenna
kennslufræði“ og séu færir „um að túlka
og kynna niðurstöður á sviði rannsókna á
kennslu, skólastarfi og í kennslugreinum
sínum.“ Námskeið í kennaradeild eiga að
hjálpa nemendum að öðlast þessa hæfni.
Á síðari árum hefur í grunnnámi kenn-
aranema við MVS HÍ verið lögð áhersla á
hugmyndagrunn, viðhorf, fræðilega víð-
sýni og skipulag náms í margbreytilegum
nemendahópum. Umfjöllun um þroska-
frávik og hegðunarvanda hefur farið fram
á valnámskeiðum (Anna Kristín Sigurðar-
dóttir, 2011). Samkvæmt mati Önnu Krist-
ínar hefur MVS HÍ verið talsvert gagnrýnt
fyrir að búa kennaranema ekki nægilega
vel undir það að vinna með þeim fjöl-
breytta nemendahópi sem bíður þeirra. Í
nýju fimm ára kennaranámi verður bætt
við námskeiði um skóla án aðgreiningar
sem allir nemendur þurfa að taka og auk
þess 40–60 eininga sérsviði um skóla án
aðgreiningar (Anna Kristín Sigurðardóttir,
2011).
Á Íslandi hafa leik-, grunn-, og fram-
haldsskólakennarar átt kost á að bæta við
grunnmenntun sína námi í sérkennslu-
fræðum en það hefur verið í boði við
Kennaraháskóla Íslands, síðar Mennta-
vísindasvið Háskóla Íslands, allt frá árinu
1968. Samkvæmt skipulagi á MVS HÍ er
kennsla í sérkennslufræðum ekki í kenn-
aradeild heldur í uppeldis- og menntunar-
fræðideild. Í upphafi var kennslan hugsuð
fyrst og fremst fyrir grunnskólakennara
en á síðari árum hafa kennarar á öðrum
skólastigum bæst við ásamt þroska-
þjálfum. Áherslur í náminu hafa alla tíð
verið á þróun, í upphafi á kennslufræði
sérkennslu en á síðari árum hefur undir-
staðan byggst á kenningum félags- og
fötlunarfræða. Um leið og dregið hefur úr
áherslu á kennslufræði og starfsmenntun
hefur meira verið lagt upp úr fræðilegri
menntun með áherslu á skóla án aðgrein-
ingar (Gretar L. Marinósson og Dóra S.
Bjarnason, 2011). Gretar og Dóra, fyrrver-
andi og núverandi umsjónarmenn náms-
ins, velta fyrir sér hvort orðið „sér“ eigi
eftir að hverfa úr starfsheitinu sem jafnvel
gæti orðið „verkefnastjóri í lýðræðislegum
skóla margbreytileikans“ (bls. 40) og að
sérkennaranámið muni þróast í fram-
tíðinni í að mennta millistjórnendur en
ekki kennara. Sú þróun er þegar hafin því
margir sérkennarar hafa nú þegar tekið
slík störf að sér.
Við Háskólann á Akureyri þurfa nem-
endur sem velja sérkennslufræði sem
áherslusvið í diplómunámi eða til meist-
aragráðu að taka þrjú skyldunámskeið
en geta valið þau úr fjórum námskeiðum.
Þessi námskeið leggja áherslu á stefnu í
sérkennslufræðum, ráðgjöf og leshömlun.
Auk þess velja nemendur þrjú námskeið
til viðbótar en hafa þá meira svigrúm við
valið (Anna Þóra Baldursdóttir, 2011).
Kennarar þurfa að búa yfir starfshæfni