Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 138

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 138
138 Hafdís Guðjónsdóttir og Jóhanna Karlsdóttir Í kennsluskrá Háskóla Íslands árin 2009–2011 kemur fram að grunnskóla- kennarafræði var þriggja ára fræðilegt og starfstengt 180 eininga grunnnám til B.Ed.- gráðu. Í hæfniviðmiðum grunnskólakenn- arafræða (Háskóli Íslands, Menntavísinda- svið, 2009, 2010) segir að nemendur eigi að hafa almennan skilning á kenningum, geta nýtt þekkingu sína og tekið og réttlætt ákvarðanir á faglegum grunni kennslu- og uppeldisfræða. Lögð er áhersla á að kenn- aranemar „öðlist skilning á og innsæi í helstu kenningar og hugtök um almenna kennslufræði“ og séu færir „um að túlka og kynna niðurstöður á sviði rannsókna á kennslu, skólastarfi og í kennslugreinum sínum.“ Námskeið í kennaradeild eiga að hjálpa nemendum að öðlast þessa hæfni. Á síðari árum hefur í grunnnámi kenn- aranema við MVS HÍ verið lögð áhersla á hugmyndagrunn, viðhorf, fræðilega víð- sýni og skipulag náms í margbreytilegum nemendahópum. Umfjöllun um þroska- frávik og hegðunarvanda hefur farið fram á valnámskeiðum (Anna Kristín Sigurðar- dóttir, 2011). Samkvæmt mati Önnu Krist- ínar hefur MVS HÍ verið talsvert gagnrýnt fyrir að búa kennaranema ekki nægilega vel undir það að vinna með þeim fjöl- breytta nemendahópi sem bíður þeirra. Í nýju fimm ára kennaranámi verður bætt við námskeiði um skóla án aðgreiningar sem allir nemendur þurfa að taka og auk þess 40–60 eininga sérsviði um skóla án aðgreiningar (Anna Kristín Sigurðardóttir, 2011). Á Íslandi hafa leik-, grunn-, og fram- haldsskólakennarar átt kost á að bæta við grunnmenntun sína námi í sérkennslu- fræðum en það hefur verið í boði við Kennaraháskóla Íslands, síðar Mennta- vísindasvið Háskóla Íslands, allt frá árinu 1968. Samkvæmt skipulagi á MVS HÍ er kennsla í sérkennslufræðum ekki í kenn- aradeild heldur í uppeldis- og menntunar- fræðideild. Í upphafi var kennslan hugsuð fyrst og fremst fyrir grunnskólakennara en á síðari árum hafa kennarar á öðrum skólastigum bæst við ásamt þroska- þjálfum. Áherslur í náminu hafa alla tíð verið á þróun, í upphafi á kennslufræði sérkennslu en á síðari árum hefur undir- staðan byggst á kenningum félags- og fötlunarfræða. Um leið og dregið hefur úr áherslu á kennslufræði og starfsmenntun hefur meira verið lagt upp úr fræðilegri menntun með áherslu á skóla án aðgrein- ingar (Gretar L. Marinósson og Dóra S. Bjarnason, 2011). Gretar og Dóra, fyrrver- andi og núverandi umsjónarmenn náms- ins, velta fyrir sér hvort orðið „sér“ eigi eftir að hverfa úr starfsheitinu sem jafnvel gæti orðið „verkefnastjóri í lýðræðislegum skóla margbreytileikans“ (bls. 40) og að sérkennaranámið muni þróast í fram- tíðinni í að mennta millistjórnendur en ekki kennara. Sú þróun er þegar hafin því margir sérkennarar hafa nú þegar tekið slík störf að sér. Við Háskólann á Akureyri þurfa nem- endur sem velja sérkennslufræði sem áherslusvið í diplómunámi eða til meist- aragráðu að taka þrjú skyldunámskeið en geta valið þau úr fjórum námskeiðum. Þessi námskeið leggja áherslu á stefnu í sérkennslufræðum, ráðgjöf og leshömlun. Auk þess velja nemendur þrjú námskeið til viðbótar en hafa þá meira svigrúm við valið (Anna Þóra Baldursdóttir, 2011). Kennarar þurfa að búa yfir starfshæfni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.