Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 139
139
Skóli án aðgreiningar og kennaramenntun
(þekkingu, færni og trú á eigin getu) sem
gerir þeim kleift að takast á við starfið
og þau verkefni sem tengjast því á mark-
vissan og viðurkenndan hátt (Ragnhildur
Bjarnadóttir, 2008). Með tækifærum til
ígrundunar, rannsókna á eigin starfi og
þátttöku í skólaþróun skapast kennurum
tækifæri til að verða sjálfstæðir nem-
endur í eigin fagþróun (European Union
Knowledge System for Lifelong Learning,
2007; Hafþór Guðjónsson, 2007). Kort-
hagen, Loughran og Russell (2006) telja
að þó að niðurstöður rannsókna á góðri
kennslu séu kynntar kennaranemum skili
þær sér illa og hafi lítil áhrif á þróun skóla-
starfs. Að þeirra mati er mikilvægt að hefja
námið á raunverulegum dæmum úr skóla-
starfi eða með spurningum kennaranema
sem eru ígrundaðar í ljósi fræða og niður-
staðna rannsókna. Með því að efla „rann-
sóknir/athuganir“ kennaranema sjálfra
getur kennaranámið byggt ofan á þekk-
ingu þeirra og viðhorf sem verða til við
þær (Guðjónsdóttir, Cacciattolo, Dakich,
Dalmau, Davies og Kelly, 2007). Þekking
á námsgrein er nauðsynleg en kennara-
neminn þarf einnig að hafa nemandann í
brennidepli. Samvinna kennaranema er
mikilvæg, en Korthagen o.fl. (2006) telja
samstarf skóla, háskóla, nemenda og
kennara einnig þýðingarmikið. Þeir segja
að kennaranámið styrkist þegar náms- og
kennsluaðferðir sem vísað er til í nám-
skeiðum eru notaðar markvisst af háskóla-
kennurum.
Meijer (2011) bendir á að hægt sé að
ræða um skóla án aðgreiningar fram og
aftur á hinum ýmsum stigum, meðal
annars hugmyndafræði, stefnumörkun og
niðurstöður rannsókna, en hann minnir á
að raunveruleikinn sé sá að það eru kenn-
arar sem þurfa að bregðast við fjölbreytt-
um nemendahópum. Þeir þurfa að bregð-
ast við meginstefnu skóla án aðgreiningar
í kennslu og ef þeir eru ekki færir um að
kenna fjölbreyttum nemendahópum eru
áform um skóla án aðgreiningar til lítils.
Þess vegna eru viðfangsefni framtíðarinn-
ar fólgin í því að þróa námskrár, námsefni
og menntun kennara þannig að kennurum
sé gert mögulegt að bregðast við marg-
breytileika nemendahópsins.
Rannsóknaraðferð
Tilgangur rannsóknarinnar sem þessi
grein fjallar um var að afla upplýsinga um
það hvernig kennaranemar í grunnnámi á
MVS HÍ geta styrkt hæfni sína til að mæta
þörfum fjölbreyttra nemendahópa. Mark-
miðið var að fá innsýn í það hvernig unnið
er með hugmyndir um skóla án aðgrein-
ingar við MVS HÍ. Rannsakað var þriggja
ára kennaranám við MVS HÍ, en 2011 út-
skrifuðust síðustu nemarnir úr því námi.
Það hefur nú verið lengt í fimm ár.
Rannsóknin var eigindleg og rannsókn-
arspurningin sem leiddi hana var eftirfar-
andi: Hvað stóð kennaranemum við MVS
HÍ til boða samkvæmt kennsluskrá til að
styrkja hæfni sína til kennslu í skóla án að-
greiningar þar sem komið er til móts við
alla nemendur?
Öflun gagna
Allir kennarar á póstlista starfsmanna
Menntavísindasviðs HÍ (Mvs-starf) fengu
boð um þátttöku í rafrænni spurninga-
könnun á K2 í Uglu, sem er innri vefur HÍ.