Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 139

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 139
139 Skóli án aðgreiningar og kennaramenntun (þekkingu, færni og trú á eigin getu) sem gerir þeim kleift að takast á við starfið og þau verkefni sem tengjast því á mark- vissan og viðurkenndan hátt (Ragnhildur Bjarnadóttir, 2008). Með tækifærum til ígrundunar, rannsókna á eigin starfi og þátttöku í skólaþróun skapast kennurum tækifæri til að verða sjálfstæðir nem- endur í eigin fagþróun (European Union Knowledge System for Lifelong Learning, 2007; Hafþór Guðjónsson, 2007). Kort- hagen, Loughran og Russell (2006) telja að þó að niðurstöður rannsókna á góðri kennslu séu kynntar kennaranemum skili þær sér illa og hafi lítil áhrif á þróun skóla- starfs. Að þeirra mati er mikilvægt að hefja námið á raunverulegum dæmum úr skóla- starfi eða með spurningum kennaranema sem eru ígrundaðar í ljósi fræða og niður- staðna rannsókna. Með því að efla „rann- sóknir/athuganir“ kennaranema sjálfra getur kennaranámið byggt ofan á þekk- ingu þeirra og viðhorf sem verða til við þær (Guðjónsdóttir, Cacciattolo, Dakich, Dalmau, Davies og Kelly, 2007). Þekking á námsgrein er nauðsynleg en kennara- neminn þarf einnig að hafa nemandann í brennidepli. Samvinna kennaranema er mikilvæg, en Korthagen o.fl. (2006) telja samstarf skóla, háskóla, nemenda og kennara einnig þýðingarmikið. Þeir segja að kennaranámið styrkist þegar náms- og kennsluaðferðir sem vísað er til í nám- skeiðum eru notaðar markvisst af háskóla- kennurum. Meijer (2011) bendir á að hægt sé að ræða um skóla án aðgreiningar fram og aftur á hinum ýmsum stigum, meðal annars hugmyndafræði, stefnumörkun og niðurstöður rannsókna, en hann minnir á að raunveruleikinn sé sá að það eru kenn- arar sem þurfa að bregðast við fjölbreytt- um nemendahópum. Þeir þurfa að bregð- ast við meginstefnu skóla án aðgreiningar í kennslu og ef þeir eru ekki færir um að kenna fjölbreyttum nemendahópum eru áform um skóla án aðgreiningar til lítils. Þess vegna eru viðfangsefni framtíðarinn- ar fólgin í því að þróa námskrár, námsefni og menntun kennara þannig að kennurum sé gert mögulegt að bregðast við marg- breytileika nemendahópsins. Rannsóknaraðferð Tilgangur rannsóknarinnar sem þessi grein fjallar um var að afla upplýsinga um það hvernig kennaranemar í grunnnámi á MVS HÍ geta styrkt hæfni sína til að mæta þörfum fjölbreyttra nemendahópa. Mark- miðið var að fá innsýn í það hvernig unnið er með hugmyndir um skóla án aðgrein- ingar við MVS HÍ. Rannsakað var þriggja ára kennaranám við MVS HÍ, en 2011 út- skrifuðust síðustu nemarnir úr því námi. Það hefur nú verið lengt í fimm ár. Rannsóknin var eigindleg og rannsókn- arspurningin sem leiddi hana var eftirfar- andi: Hvað stóð kennaranemum við MVS HÍ til boða samkvæmt kennsluskrá til að styrkja hæfni sína til kennslu í skóla án að- greiningar þar sem komið er til móts við alla nemendur? Öflun gagna Allir kennarar á póstlista starfsmanna Menntavísindasviðs HÍ (Mvs-starf) fengu boð um þátttöku í rafrænni spurninga- könnun á K2 í Uglu, sem er innri vefur HÍ.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.