Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 157

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 157
157 „Nú er ég alveg búinn að fatta hvernig ég á að vera“ tímamarkmið þannig að mikill meirihluti viðgjafar sé jákvæður. Í flestum tilvikum fela hvatningarkerfi líka í sér notkun tákn- styrkja (e. token reinforcer) sem eru hlutir eða tákn (t.d. stjarna eða stig) sem hægt er að safna og fá fyrir eitthvað eftirsóknar- vert (Alberto og Troutman, 2009; Smith o.fl., 2001; Yell o.fl., 2009). Einn kostur við táknstyrkja er að hægt er að gefa þá um leið og markhegðun er sýnd en mikilvægt er að nota einnig lýsandi hrós sem segir hvað vel var gert (Cameron, Banko og Pierce, 2001). Táknstyrkjar geta hvatt nem- endur til að sýna bætta sjálfstjórn (Chand- ler og Dahlquist, 2010) og frammistöðu í verkefnum sem þeir hafa lítinn áhuga á (Cameron o.fl., 2001). Til að mynda náðu íslenskir nemendur með ADHD og lang- varandi hegðunarerfiðleika að sýna minni truflandi hegðun og bætta námsástundun með söfnun táknstyrkja í hvatningarkerfi (Zuilma Gabriela Sigurðardóttir og Anna- Lind Pétursdóttir, 2000). Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti hvatningarkerfa. Deci, Koestner og Ryan (2001) halda því fram að notkun tákn- styrkja og umbunar dragi úr innri áhuga- hvöt, sérstaklega ef það er ljóst fyrirfram að umbun sé í boði fyrir tiltekna frammi- stöðu. Úttekt Cameron o.fl. (2001) á rann- sóknum á þessu sviði sýndi hins vegar að styrkjar hafa almennt jákvæð áhrif, og að afmörkuð neikvæð áhrif koma aðeins fram sé efnisleg umbun boðin fyrirfram, óháð frammistöðu í spennandi verkefni. Áhrif stuðningsáætlana byggðra á virknimati Erlendar rannsóknir hafa sýnt jákvæð áhrif virknimats og einstaklingsmiðaðra stuðn- ingsáætlana á hegðunarerfiðleika grunn- skólanemenda (Lane, Umbreit og Beebe- Frankenberger, 1999; O´Neill og Stephen- son, 2009). Í rannsókn Kennedy o.fl. (2001) voru gerðar stuðningsáætlanir fyrir þrjá sex til átta ára nemendur til að draga úr truflandi hegðun og auka þátttöku þeirra í bekkjarstarfi. Tveir þátttakendanna sýndu góðar framfarir en hjá þeim þriðja reynd- ust áhrifin takmörkuð, mögulega vegna slakrar framkvæmdar stuðningsáætl- unar, breyttra heimilisaðstæðna eða lyfja- breytinga. Í rannsókn March og Horner (2002) voru stuðningsáætlanir byggðar á virknimati fyrir þrjá tólf til þrettán ára nemendur sem sýndu hegðunarerfiðleika þrátt fyrir almennt hvatningarkerfi. Hjá öllum kom fram minni truflandi hegðun og aukin námsástundun. Lane o.fl. (2007) leiðbeindu kennurum í gerð virknimats og stuðningsáætlana fyrir tvo sjö og fjórtán ára grunnskólanemendur með hegðunar- eða tilfinningalega erfiðleika sem fyrsta og annars stigs úrræði höfðu ekki náð að draga úr. Nemendurnir sýndu góðar fram- farir þegar stuðningsáætlanirnar voru framkvæmdar, í öðru tilvikinu með stig- hækkandi viðmiðum um frammistöðu. Jákvæðu áhrifin héldust eftir að íhlutun lauk og voru að mestu enn til staðar sjö vikum síðar. Hérlendis hafa ekki verið birtar margar rannsóknir á áhrifum stuðningsáætlana á hegðunarerfiðleika nemenda. Þó hefur seinni höfundur þessarar greinar birt dæmi um framkvæmd virknimats og ein- staklingsmiðaðra stuðningsáætlana með leikskólabarni og grunnskólanemanda sem sýndu að verulega dró úr hegðunar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.