Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 171

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 171
171 „Nú er ég alveg búinn að fatta hvernig ég á að vera“ Eftir að íhlutun hófst réttu þeir hins vegar oft upp hönd og héldu áfram að óska eftir aðstoð frá kennara með þeim hætti eftir að íhlutun lauk. Fyrri höfundur skráði einnig hjá sér í vettvangsathugunum að Davíð virtist rólegri í framkomu, mótmælti fyrir- mælum kennara minna en áður og ein- beitti sér betur að vinnu sinni. Hjá Andra komu einnig fram fleiri jákvæðar breytingar. Fyrir íhlutun var hann oft frammi á göngum skólans og þá einkum á unglingasvæði. Samkvæmt skólastjórnendum og kennurum dró úr veru hans á göngunum í kjölfar íhlut- unar, þó að hvatningarkerfi beindist ekki að hegðun þar. Hann var einnig fljótari að koma inn úr frímínútum, lagði sig meira fram við að vinna í tímum og sussaði jafn- vel á bekkjarfélaga þegar hann vildi fá vinnufrið: „Uss, ég er að vinna.“ Andri var mjög samvinnufús í gegnum allt ferlið, tók ætíð vel á móti fyrri höfundi og þótti gaman að hlutverkaleikjunum. Frá honum er yfirskrift greinarinnar komin en hann tók eitt sinn á móti fyrri höfundi við upp- haf þjálfunarstundar með orðunum „Nú er ég alveg búinn að fatta hvernig ég á að vera.“ Þess má geta að móðir Andra féll frá ósk um sálfræðimat á hegðunarerfið- leikum hans að rannsókn lokinni vegna þeirra framfara sem hann sýndi. Upplifun þátttakenda, kennara og foreldra á stuðn- ingsáætlunum var almennt jákvæð eins og nánar má fræðast um í meistaraverkefni Sesselju Árnadóttur (2011). Takmarkanir á rannsókninni og næstu skref Alhæfingargildi rannsóknarinnar tak- markast af því að áhrif komu ekki fram hjá einum þátttakendanna. Í flóknum málum þar sem hegðunarerfiðleikar hafa varað lengi og eru af margvíslegum toga getur reynst erfitt að ná fram jákvæðum breyt- ingum. Slíkt er ekki einsdæmi. Í rannsókn Kennedy o.fl. (2001) sýndi til dæmis einn þátttakandi af þremur neikvæða þróun hegðunar eftir að íhlutun hófst og voru mögulegar ástæður fyrir því taldar vera slök framkvæmd á stuðningsáætlun, breytingar heima fyrir eða lyfjabreyt- ingar. Í máli Einars eru ýmsar mögulegar ástæður fyrir takmörkuðum árangri. Í fyrsta lagi endurspegluðu grunnskeiðs- mælingar að sögn kennara ekki þá miklu truflandi hegðun sem hann sýndi venju- lega í kennslustundum og því er sam- anburðurinn við íhlutunarskeiðin ekki marktækur. Talið var Einar hefði orðið var við að fylgst væri með honum og að hann hefði því dregið úr truflunum meðan grunnskeiðsmælingar fóru fram. Í öðru lagi urðu starfsmannabreytingar um það leyti sem íhlutun hófst þegar sérkennari sem hafði fylgt Einari í bóklegar kennslu- stundir fór í leyfi en hélt áfram að aðstoða við hegðunarmælingar. Annar kennari Einars tók að sér hlutverk sérkennarans en Einar var ósáttur við þessa breytingu sem mögulega hafði áhrif á truflandi hegðun við mælingar á íhlutunarskeiði. Í þriðja lagi breyttist lyfjagjöf vegna aukaverkana en nýju lyfin virtust ekki hafa sömu áhrif og hin fyrri. Í fjórða lagi kann að hafa skort á samsetningu eða rétta framkvæmd stuðningsáætlunar, en í viðtali við móður Einars í rannsókn Sesselju Árnadóttur (2011) kom fram að hún taldi að þar hefði verið hægt að gera betur. Að mati höfunda hefði verið æskilegt að styðja betur við framkvæmd áætlana en með beinum at-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.