Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 10

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 10
9 heldur einnig um öfluga nýyrðasmíð. Árið 2015 efndu Samtökin ’78 því til nýyrðasamkeppni þar sem leitað var bæði að íslenskum þýðingum á enskum hugtökum og nýjum íslenskum orðum.17 Í þýðingunum sem birt- ast í þessu hefti er meðal annars leitað í þann orðabanka en einnig í eldri skrif á íslensku, svo sem fyrrnefnda grein Geirs Svanssonar. Geir gerði þar mikilvægar tilraunir til að þýða ný hugtök tengd hinsegin fræðum og sum þeirra hafa fest rætur í málinu, bæði meðal háskólafólks og aktívista, svo sem kynusli og að skjöna eða hinsegja.18 Í þessu hefti birtist einnig myndaþáttur með völdum listaverkum sem sýnd hafa verið í Galleríi 78 sem starfar í húsakynnum Samtakanna ’78 á Suðurgötu 3. Eins og Magnús Gestsson rekur í inngangi að þættinum hafa níu sýningar verið settar upp í Galleríi 78 síðan það opnaði árið 2015 og það er uppbókað fram til ársins 2019, sem sýnir og staðfestir að gróskan í myndlist hinsegin listamanna er mikil en ekki síður að meðal þeirra er vilji til að sýna í sérstöku hinsegin galleríi; rými þar sem hinsegin reynsla og tilvera er ekki aukaatriði heldur fær það pláss og þá athygli sem hún krefst hverju sinni. Forsíðumynd Ritsins að þessu sinni er eitt þessara verka: „Kona. Innsetning með jute reipi“ eftir Margréti Nilsdóttur. Um er að ræða akrílmálverk sem sýnir nakinn kvenlíkama bundinn með reipi; umfjöllunarefni sem oft er sett í samband við ofbeldi og misnotkun. Í augum margra felur slík athöfn þó í sér kynferðislegan unað og jákvæða upplifun, eins og sjá má á svip konunnar, og verkið er þannig hvort tveggja í senn tjáning á reynslu sem oft er fordæmd og bein tilvísun til nýlegra deilna innan hinsegin samfélagsins um hvort BDSM-hneigð geti fallið undir hinsegin regnhlífina eða ekki. Reipið nær enn fremur út fyrir verkið, út í raunheiminn, og undirstrikar hin beinu tengsl listarinnar við umhverfi sitt, áhorfendur jafnt sem pólitík. 17 Sjá „Burið mitt er vífguma: hýryrði 2015“, Samtökin ’78, 17. nóvember 2015, sótt 7. september 2017 af https://www.samtokin78.is/frettir/nyjar-frettir/5908-buridh- mitt-er-vifguma-hyryrdhi-2015. Einnig ber að nefna vefinn Hinsegin frá Ö til A sem opnaði nýlega en þar eru fjölmörg hugtök tengd hinsegin veruleika skilgreind á íslensku og nýjar eða nýlegar þýðingar prófaðar. Sjá Hinsegin frá Ö til A, sótt 22. september 2017 af https://www.otila.is. 18 Kyngervisusli er í grein Geirs þýðing á titli bókar Judith Butler, Gender Trouble, en orðið kynusli hefur fest í sessi sem íslenskt heiti á því sem á ensku er kallað „gender bending“ eða „gender fuck“. Sögnin að skjöna nýtist vel, eins og áður segir, til að lýsa því þegar eitthvað er afbyggt eða greint út frá hinsegin hugmyndafræði en í því sam- hengi hefur einnig verið talað um að hinsegja. Sem dæmi má nefna málþingið „Nú skal hinsegja“ sem haldið var í tengslum við Hinsegin daga í Reykjavík árin 2015 og 2016. Sjá Facebook-síðu málþingsins: https://www.facebook.com/Hinsegja/. Að HINSEGJA HEIMINN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.