Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 23
22
að fella hugmyndina að gagnkynhneigða norminu og virðist tilbúinn að
gefa þátt Ödipusar upp á bátinn, í þessu samhengi að minnsta kosti, þegar
hann skrifar að mögulegt sé að „tvíbendnin sem komi fram í sambandinu
við foreldrana skrifist að öllu leyti á tvíkynhneigð og að hún sé ekki, líkt og
ég hef haldið fram hér að ofan, afsprengi samsömunar í kjölfar samkeppni
[við foreldrið af sama kyni].“23
Butler greinir þessa setningu í Kynusla, þar sem hún notar þær kenn-
ingar sem Freud setti fram um mótun sjálfsins og ræddar hafa verið hér
að framan til þess að skýra hvernig kerfi gagnkynhneigðs forræðis fram-
leiðir sjálfsveruna.24 Þar heldur hún því fram að ummæli Freuds um tví-
kynhneigð vísi augljóslega til þess „að drengurinn þurfi á þessu stigi ekki
aðeins að velja á milli viðfanganna tveggja, heldur einnig kynferðislegu
staðanna tveggja, þeirrar karllægu og þeirrar kvenlægu.“25 Það að dreng-
áhuga þeirra frá móður sinni. Hann kemst að því sem verður að teljast afar ófull-
nægjandi niðurstaða: að konur komist seint af því stigi og aðeins á ófullkominn
hátt, en skortur á geldingarógn komi meðal annars niður á mótun yfirsjálfs þeirra.
Í lokaorðum fyrirlestrarins bendir Freud jafnframt á að algengt sé að konur sveiflist
milli kvenlægra og karllægra staða og leggur til að „hluta þess sem karlmenn kalla
„ráðgátu kvenna“ megi ef til vill rekja til slíkra tvíkynja upplifana í lífi kvenna“. Sjá
„Lecture XXXIII: Femininity“, The Standard Edition of the Complete Psychological
Works of Sigmund Freud 22, fyrst útg. 1960, London: vintage, 2001, bls. 112–135,
hér bls. 129 og 131. Um Ödipusarstig stúlkna sjá einnig Alda Björk valdimarsdóttir,
„‚Á frátekna staðnum fyrir mig‘“, bls. 117.
23 „It may even be that the ambivalence displayed in the relations to the parents
should be attributed entirely to bisexuality and that it is not, as I have represented
above, developed out of identification in consequence of rivalry.“ Sigmund Freud,
The Ego and the Id, bls. 33.
24 Melankólía var áfram mikilvæg í skrifum Butler um mótun kynjaðrar sjálfsmynd-
ar, sjá t.d. Judith Butler, The Psychic Life of Power: Theories in Subjection, Stanford,
California: Stanford University Press, 1997, bls. 24. Dagný Kristjánsdóttir fjallar
á afar greinargóðan hátt um þróun hugmynda Butler um þunglyndi og kyn í The
Psychic Life of Power í grein sinni „Tómið og tilveran: Um skáldsögur Kristínar
Ómarsdóttur“, Ritið 3/2006, bls. 81–99, hér bls. 88–94.
25 „Clearly, Freud means to suggest that the boy must choose not only between the
two object choices, but the two sexual dispositions, masculine and feminine.“
Judith Butler, Gender Trouble, bls. 80. Butler einblínir hér sérstaklega á þroskaferil
drengja, en í því endurspeglast mögulega erfiðleikarnir sem Freud átti í þegar hann
reyndi að nota Ödipusarkenninguna til að gera grein fyrir þroskaferli stúlkna og
fjallað hefur verið um í neðanmálsgrein nr. 22. Butler fjallar þó um stúlkur í einni
efnisgrein á blaðsíðu 81 (í kjölfar fjögurra efnisgreina sem fjalla um „drenginn“)
þar sem hún bætir því við að ætla megi að stúlkur gangi í gegnum sams konar ferli
og þeir: „missir föðurins sem hlýst af sifjaspellsbanninu getur endað í annaðhvort
samsömun með viðfanginu sem hefur glatast (og því að karlmennska festist í sessi)
eða því að […] annað viðfang er fundið í staðinn“—s.s. í samkynhneigð í tilfelli
GuðRún Elsa BRaGadóttiR