Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 42

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 42
41 kvenna til að lúta því og feðraveldinu var það þema sem áleitnast var.7 Árið 2003 birti Dagný Kristjánsdóttir grein um samkynhneigð kvenna í bókmenntum og listum þar sem hún benti á að mjög fátt væri vitað um það efni í íslensku samhengi fyrir tuttugustu öld og að ekkert væri hægt að fullyrða um hvort til væru á Íslandi „óuppgötvaðar heimildir um ástir og örlög íslenskra lesbía á öldum áður“ auk þess sem enginn hefði (fram að þeim tíma) „leitað kerfisbundað að slíkum heimildum“.8 Rannsóknir á hinsegin fræðum og hinsegin sögu eru núna lengra á veg komnar en hinsegin veruleiki kvenna fyrr á öldum er þó enn að miklu leyti ókannað svið. Nýverið kom út greinasafn sérstaklega helgað hinsegin sögu þar sem lögð er áhersla á að „birtingarmyndir og merking hinsegin kynverundar hefur tekið miklum breytingum í gegnum tíðina og fólk er ekki hinsegin í dag á nákvæmlega sama hátt og fólk var hinsegin fyrir 100 árum síðan.“9 Þar er einnig bent á „að kynverund, kynhneigð og kynvitund taki á sig ólíkar myndir og hafi mismunandi merkingu á öðrum tímum og í öðrum heimshlutum“.10 Það er því rétt að stíga varlega til jarðar og forðast að draga afgerandi ályktanir um kynhneigð og kyngervi fólks í fortíðinni út frá nútímaskilgreiningum, ekki síst í tilfelli Guðrúnar og kvenna á nítjándu öld þar sem heimildafæð og skortur á rannsóknum er staðreynd. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir bendir á að hugtakið hinsegin (e. queer) sé annars vegar „sjálfsmyndarhugtak“ en hins vegar „frá akademísku sjónarhorni [...] greinandi hugtak sem beinir sjónum sínum að því sem fellur utan við viðurkennd gildi og viðmið í kynferðislegum og félags- 7 Sjá Soffía Auður Birgisdóttir, „Skyldan og sköpunarþráin“, eftirmáli við Sögur ís­ lenskra kvenna 1879–1960, bls. 913–971. 8 Dagný Kristjánsdóttir, „Hinsegin raddir. Um sannar og lognar lesbíur í bókmennt- um og listum“, Skírnir haust/2003, bls. 451–481, hér bls. 457. Dagný vísar í samtal við Erlu Huldu Halldórsdóttur sagnfræðing sem segist ekki hafa rekist á hinsegin veruleika í bréfum íslenskra kvenna frá nítjándu öld, sem hún hefur rannsakað sérstaklega. Erla Hulda tekur þó fram að hún hafi ekki verið að leita eftir slíku og því möguleiki á að hún hafi ekki borið kennsl á slíkar vísbendingar, sjá neðanmáls- grein nr. 22. Ég þakka Dagnýju fyrir yfirlestur á greininni í handriti. Þess má geta að Ásta Kristín Benediktsdóttir, Hafdís Erla Hafsteinsdóttir og Íris Ellenberger hafa, í samstarfi við Samtökin ’78, hrundið af stað heimildasöfnunarverkefninu „Huldukonur: Hinsegin kynverund kvenna í heimildum“. Sjá vefsíðu verkefnisins, https://huldukonur.wordpress.com. 9 Íris Ellenberger, Ásta Kristín Benediktsdóttir og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, inn- gangur að Svo veistu að þú varst ekki hér, bls. 9–20, hér bls. 11. 10 Sama heimild, bls. 13. HIð „SANNA KYN“ EðA vERULEIKI LÍKAMANS?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.