Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 51

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 51
50 og síðar í Flatey á tíma þegar mannlíf þar stóð með mestum blóma. Ári eftir að Guðrún flytur vestur er ráðin bústýra í Otradal, Ingibjörg Andrésdóttir úr Flatey, og fylgdi hún séra Þórði og „tók tryggð við hann og var honum betri en engin, enda yfirgaf hún hann ekki meðan hann var á lífi.“45 Árið 1855 hefur enn bæst við fólk á heimilið en þá eru fjórtán manns skráðir á prestssetrinu, þar af tvö börn og tveir unglingar, og árið sem Guðrún fer frá séra Þórði búa þar sautján manns.46 En hvers vegna vildi Þórður kvænast Guðrúnu ef „hún réð honum frá því að giftast sér“, sé það rétt sem Málfríður segir? Nú er engin leið að vita hvort Þórði hafi verið kunnugt um að kynferði Guðrúnar væri tvírætt, hafi svo verið, en vafalaust hefur verið nokkur upphefð fólgin í að mægjast við fjölskyldu Sveinbjarnar Egilssonar rektors. Í Dægradvöl kemur fram að móðurbróðir Þórðar, Helgi Thordersen, dómkirkjuprestur og síðar biskup, hafi verið náinn vinur Sveinbjarnar47 og því er ljóst að góður kunningsskapur var með fjölskyldunum og ef til vill hefur það átt sinn þátt í ráðahagnum. Fljótlega varð þó ljóst að hjónaband Guðrúnar og Þórðar var ekki farsælt enda entist það aðeins í áratug. Helgi Guðmundsson segir að „brátt [hafi komið] í ljós, að þau hjón ættu ekki lund saman, og urðu samfarir þeirra hinar erfiðustu“ og hann heldur áfram: En ósamlyndi þeirra var talið Guðrúnu að kenna, því hann vildi gera henni allt það til geðs, sem hann gat. Furðaði menn á því, að Guðrún skyldi ekki geta lynt við slíkt prúðmenni og glæsimenni sem séra Þórður var. Héldu því nokkrir, að hún væri ekki gerð sem aðrar konur, og hafa gengið ýmsar sögur, sem áttu að sanna þetta. En þau hjón áttu ekkert barn saman.48 Þegar Guðrún fór frá Þórði „þótti mönnum hún sneyða mjög heimilið af þeim hlutum, er mikil eign var í og hún gat komizt á brott með“: 45 Oscar Clausen, „Séra Þórður „hinn sterki““, bls. 83. Ýmsar staðreyndavillur eru í þessum þætti Oscars Clausen, t.a.m. heldur hann því fram að Guðrún hafi yfirgefið séra Þórð strax árið 1852 en af kirkjubókum má sjá að hún fór ekki fyrr en 1860. Ingibjörg var ógift en átti tvö börn með manni sem foreldrar hennar meinuðu henni að eiga og hafði hún þau með sér vestur í Otradal. 46 Sjá ÞÍ, manntal fyrir Otrardal í Arnarfirði 1855 og 1860. Bæjarnafnið er í dag ritað Otradalur en var áður Otrardalur og er þannig á vefnum manntal.is. 47 Benedikt Gröndal, Dægradvöl, bls. 68–69. 48 Helgi Guðmundsson, Vestfirskar sagnir II, bls. 43. soffía auðuR BiRGisdóttiR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.