Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 52
51
Prestur horfði á heimanbúnað konu sinnar með mestu rósemd og
stillingu, eins og ekkert væri um að vera. En þegar hún var komin
af stað, gengur prestur upp á loft og svalar gremju sinni með því að
slá hnefa sínum á einn sperrulegginn í baðstofunni, sem var undir
skarsúð, og færðist hann þá úr stað, svo að þess sáust glögg merki á
öllum borðunum, sem lágu á sperruleggnum. Skarsúðin var þó gerð
á venjulegan hátt, fótur sperruleggsins negldur með sterkum nagla
ofan í sylluna og hvert borð í súðinni neglt í sperrulegginn.49
Helgi getur þess einnig að séra Þórður hafi verið nokkuð „hneigður fyrir
vín, einkum seinni hluta æfinnar. En talið var, að hinir miklu hjúskaparerf-
iðleikar hans væru orsök þess, því að sagt er, að hann hafi ekki bragðað vín
á yngri árum sínum.“50 Í þætti Oscars Clausen um séra Þórð er tekið sterk-
ar til orða um drykkjuskap hans og sagt að hann hafi þjónað Brjánslæk í
þrettán ár „með miklum harmkvælum, sakir ofdrykkju og eðlilegra afleið-
inga hennar.“51 Þórður flutti sig yfir á Brjánslæk árið 1864 og þjónaði
þar til 1877 en þá veitti biskupinn „honum „lausn í náð“ til þess að hvíla
hann frá sálgæzlu Barðstrendinga“.52 Oscar getur þess einnig að Þórður
hafi verið „ljúfmenni hið mesta, ef ekki var við öl“.53 Sighvatur Grímsson
Borgfirðingur skrifar um séra Þórð í tíunda bindi sinna handskrifuðu
Prestaæfa og liggur ætíð mjög gott orð til hans en öðru máli gegnir um
Guðrúnu, eins og vikið verður að síðar, en Sighvatur var samtímamaður
Guðrúnar og Þórðar, fæddur árið 1840.
Guðrún var tæplega þrítug þegar hún yfirgaf séra Þórð árið 1860. Hún
fór þó ekki langt en flutti sig yfir í Selárdal og settist fyrst að í hjáleigunni
Rima. Þá bjuggu þar hjónin Þórður Gíslason og Hólmfríður Runólfsdóttir
ásamt þremur börnum sínum og auk Guðrúnar var þar búsett nafna henn-
ar Guðrún Jónsdóttir, vinnukona, 23ja ára gömul. Guðrún Sveinbjarnar
hefur þá fellt niður eftirnafn eiginmanns síns og er skráð „Guðrún
Sveinbjörnsdóttir“ og sögð lifa á handavinnu.54 Tveimur árum síðar, 1862,
49 Sama heimild, bls. 53. Sagan er höfð eftir Bjarna Péturssyni sem var vinnumaður
hjá séra Þórði þegar Guðrún fór frá honum.
50 Sama heimild, bls. 42.
51 Oscar Clausen, „Séra Þórður „hinn sterki““, bls. 82.
52 Sama stað.
53 Sama heimild, bls. 85.
54 Sjá ÞÍ, manntal Selárdalssóknar 1860. Í eldri heimildum er föðurnafn Guðrúnar
ýmist ritað Sveinbjarnar- eða Sveinbjörnsdóttir.
HIð „SANNA KYN“ EðA vERULEIKI LÍKAMANS?