Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 52

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 52
51 Prestur horfði á heimanbúnað konu sinnar með mestu rósemd og stillingu, eins og ekkert væri um að vera. En þegar hún var komin af stað, gengur prestur upp á loft og svalar gremju sinni með því að slá hnefa sínum á einn sperrulegginn í baðstofunni, sem var undir skarsúð, og færðist hann þá úr stað, svo að þess sáust glögg merki á öllum borðunum, sem lágu á sperruleggnum. Skarsúðin var þó gerð á venjulegan hátt, fótur sperruleggsins negldur með sterkum nagla ofan í sylluna og hvert borð í súðinni neglt í sperrulegginn.49 Helgi getur þess einnig að séra Þórður hafi verið nokkuð „hneigður fyrir vín, einkum seinni hluta æfinnar. En talið var, að hinir miklu hjúskaparerf- iðleikar hans væru orsök þess, því að sagt er, að hann hafi ekki bragðað vín á yngri árum sínum.“50 Í þætti Oscars Clausen um séra Þórð er tekið sterk- ar til orða um drykkjuskap hans og sagt að hann hafi þjónað Brjánslæk í þrettán ár „með miklum harmkvælum, sakir ofdrykkju og eðlilegra afleið- inga hennar.“51 Þórður flutti sig yfir á Brjánslæk árið 1864 og þjónaði þar til 1877 en þá veitti biskupinn „honum „lausn í náð“ til þess að hvíla hann frá sálgæzlu Barðstrendinga“.52 Oscar getur þess einnig að Þórður hafi verið „ljúfmenni hið mesta, ef ekki var við öl“.53 Sighvatur Grímsson Borgfirðingur skrifar um séra Þórð í tíunda bindi sinna handskrifuðu Prestaæfa og liggur ætíð mjög gott orð til hans en öðru máli gegnir um Guðrúnu, eins og vikið verður að síðar, en Sighvatur var samtímamaður Guðrúnar og Þórðar, fæddur árið 1840. Guðrún var tæplega þrítug þegar hún yfirgaf séra Þórð árið 1860. Hún fór þó ekki langt en flutti sig yfir í Selárdal og settist fyrst að í hjáleigunni Rima. Þá bjuggu þar hjónin Þórður Gíslason og Hólmfríður Runólfsdóttir ásamt þremur börnum sínum og auk Guðrúnar var þar búsett nafna henn- ar Guðrún Jónsdóttir, vinnukona, 23ja ára gömul. Guðrún Sveinbjarnar hefur þá fellt niður eftirnafn eiginmanns síns og er skráð „Guðrún Sveinbjörnsdóttir“ og sögð lifa á handavinnu.54 Tveimur árum síðar, 1862, 49 Sama heimild, bls. 53. Sagan er höfð eftir Bjarna Péturssyni sem var vinnumaður hjá séra Þórði þegar Guðrún fór frá honum. 50 Sama heimild, bls. 42. 51 Oscar Clausen, „Séra Þórður „hinn sterki““, bls. 82. 52 Sama stað. 53 Sama heimild, bls. 85. 54 Sjá ÞÍ, manntal Selárdalssóknar 1860. Í eldri heimildum er föðurnafn Guðrúnar ýmist ritað Sveinbjarnar- eða Sveinbjörnsdóttir. HIð „SANNA KYN“ EðA vERULEIKI LÍKAMANS?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.