Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 55
54
leigufær en ekki tilvinnandi að gjöra við hann fyrir aðra, eg hef sömu
glugga og sömu hurðir og allt eftir því, svo það verður ekki svo mikið, það
verður dýrast verkið“.64 Guðrún hafði lánstraust, því vegna húsbygging-
arinnar tók hún lán upp á 400 krónur, í október 1904, og annað upp á 100
krónur, í júlí 1909. Lánin stóðu í 318 krónum þegar hún dó og voru greidd
að fullu af dánarbúinu.65
Guðrún Sveinbjarnardóttir og séra Þórður skildu aldrei að lögum
og viðurnefnið „maddama“ sem var gjarnan notað yfir prestsfrúr virð-
ist hafa haldist við Guðrúnu ævina á enda. Á þessum tíma voru hjóna-
skilnaðir fremur fátíðir á Íslandi enda flókið ferli að sækja um skilnað
og þurfti gild ástæða að vera fyrir slíkri umsókn.66 Hvergi er minnst á
aðskilnað Guðrúnar og Þórðar í bréfabók biskups eða bréfum til biskups í
Barðastrandarprófastsdæmi og ekki heldur í sáttabókum sem haldnar voru
af sáttanefndum í öllum sýslum og voru nokkurs konar „fyrsta dómstig“ í
til dæmis skilnaðarmálum. Hvorugt þeirra virðist því hafa sóst eftir laga-
legum skilnaði, að minnsta kosti finnast engin gögn þar að lútandi.67
Líklega sest Guðrún að í Stykkishólmi þegar hún flytur frá vestfjörðum
vegna þess að þar bjuggu þrjú af systkinum hennar; auk Þuríðar Kúld þau
Egill Egilson og Kristín Hjaltalín, og fleiri systkini hennar dvöldu þar
um lengri eða skemmri tíma. Guðrún lést þann 2. júní árið 1916, 85 ára
gömul, og lifði hún lengst allra barna Sveinbjarnar og Helgu. Hún bjó í
Stykkishólmi í 43 ár að undanskildum tveimur árum, 1876 og 1877, eins
og áður var nefnt. Eftir því sem næst verður komist var Guðrún fjárhags-
lega sjálfstæð alla tíð eftir að hún fór frá séra Þórði. Eins og fram er komið
hafði hún tekjur af kennslu og handavinnu enda var hún „hannyrðakona
með afbrigðum“68 og var tvívegis verðlaunuð fyrir listsaum á iðnsýning-
64 Lbs. 526 fol. Bréf frá Guðrúnu Sveinbjarnardóttur til Ingibjargar Jensdóttur, febrúar
1904.
65 Sjá ÞÍ, Sýslumaður Stykkishólmi ED2/19, örk 8. Skipta- og uppboðsskjöl. Dánarbú
Guðrúnar Sveinbjarnardóttur 1917.
66 Sjá sögulegt yfirlit um hjónaskilnaði í Brynja Björnsdóttir, „Ég vil heldur skilja við
þann sem ég elska heldur en að lifa í ósamlyndi alla ævi. Skilnaðarlöggjöf, umfang
og ástæður hjónaskilnaða á Íslandi 1873–1926“, MA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla
Íslands, 2016, aðgengileg á vefnum Skemman: http://hdl.handle.net/1946/23586.
67 Ég þakka Jóni Torfasyni, skjalaverði á Þjóðskjalasafni, fyrir aðstoð við leit að
heimildum um Guðrúnu Sveinbjarnardóttur og Þórð Thorgrímssen, sem og fyrir
yfirlestur á greininni.
68 Ásgeir Ásgeirsson, Saga Stykkishólms II. Miðstöð Vesturlands 1845–1892, Stykk-
ishólmur: Stykkishólmsbær, bls. 358.
soffía auðuR BiRGisdóttiR