Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 60

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 60
59 4) Að kynferði Guðrúnar hafi verið rangt ákvarðað við fæðingu, hún hafi í raun verið karlmaður og barnað vinnukonuna, eins og haldið er fram. Af þessum fjórum möguleikum ætti að vera nokkuð óhætt að útiloka þann fjórða og síðasta, að kyn Guðrúnar hafi verið rangt skilgreint við fæðingu og ekki hafi verið um intersex breytileika að ræða. Fyrsti möguleikinn er mjög trúlegur; að um sé að ræða illkvittið slúður og lygi, kannski sprottið upp af vitund um erfiðleika í hjónabandinu og slæmu umtali og því að Guðrún var ,karlmannleg‘ í útliti, stórgerð og með sterka andlitsdrætti, eins og sjá má á þeim ljósmyndum sem til eru af henni. Fastmótaðar og niðurnjörvaðar hugmyndir um karlmennsku og kvenleika hafa ríkt um veröld víða á öllum tímum og oft verið refsað harðlega fyrir frávik frá ,eðlilegri‘ kynja- og kynhegðun. Fyrr á tímum var refsað fyrir slíkt með pyntingum og lífláti, síðar með slúðri og sögusögnum sem í sumum til- vikum leiddi til lögsóknar og fangelsunar.84 Ýmis íslensk dæmi eru til um það frá fyrri öldum að konur voru karlkenndar – eða kallaðar karlmenn – ef þær þóttu ókvenlegar. Eitt slíkt dæmi er að finna í sagnaþætti Gísla Konráðssonar, „Jón Einarsson á Sauðá“. Sauðár-Jón, sem var uppi um miðja átjándu öld, átti mörg börn utan hjónabands og gekkst við sumum en ekki öðrum. Guðrún hét ein dóttir hans sem hann neitaði að gangast við „þótt mynd hans væri á henni“ og er afneitun föðurins skýrð með því hvernig þessi laundóttir hans var í útliti og háttum: „En því var hún karl- maður kölluð, að í öllum háttum sínum var hún líkari körlum en konum. vinnukona var hún mikil, vel látin hvarvetna, húskona lengst ævi sinnar, dó ógift og barnlaus.“85 Annar möguleikinn, að eftir því væri tekið að Guðrún Sveinbjarnardóttir hneigðist til kvenna, er ekki heldur ósennilegur. Þar með er ekki sagt að hún hafi verið það sem í dag er skilgreint sem lesbía, því slíkt orð var ekki 84 Sjá t.d. Lillian Faderman, Surpassing the Love of Men. Romantic Friendship & Love between Women from the Renaissance to the Present, London: Junction Books, sérstak- lega bls. 23–61; og Louise J. Kaplan, Female Perversions. The Temptations of Emma Bovary, New York: Doubleday, 1991, sérstaklega kaflann „Feminine, Masculine: The Codes of Perversion“, bls. 485–528. Einnig Dagný Kristjánsdóttir, „Hinsegin raddir“, sérstaklega bls. 458–463; og Þorvaldur Kristinsson, „Glæpurinn gegn náttúr legu eðli“, sérstaklega bls. 125–132. 85 Gísli Konráðsson, „Jón Einarsson á Sauðá“, Sjómannablaðið Víkingur 16, 6–7/1954, bls. 142–144, hér bls. 143. Einnig er minnst á „Guðrúnu karlmann“ í þætti Hann- esar Péturssonar: „Gleymd kona og geldsauðir tveir“, Misskipt er manna láni. Heimildaþættir I, Reykjavík: Iðunn, 1982, bls. 9–43, hér bls. 13. HIð „SANNA KYN“ EðA vERULEIKI LÍKAMANS?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.