Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 83
82
talað var um fyrstu íslensku skáldverkin sem fjölluðu um samkynhneigð
eða samkynja þrár9 en Hjálmar bendir réttilega á að Man eg þig löngum
eigi fremur skilinn þann sess – í það minnsta sé hún fyrsta „gay-skáldsaga“
lýðveldisins.10 Hvort sem slík staðhæfing stenst nánari rannsókn eða ekki
er ljóst að um er að ræða merkilegt verk í íslenskri bókmenntasögu.11 Á
fimmta áratug síðustu aldar var hægara sagt en gert að skrifa um sam-
kynja ástir og þrár á opinberum vettvangi á Íslandi eins og víða annars
staðar. Ekki er vitað hvort markviss ritskoðun hafi átt sér stað hér á landi12
en vitund Íslendinga um samkynhneigð var að öllum líkindum takmörk-
uð, um hana ríkti þögn og lítil sem engin orðræðuhefð var til sem hægt
var að styðjast við – hvorki í skáldskap, ritdómum né annars konar skrif-
9 Sjá til dæmis kafla Þorvaldar Kristinssonar í „Skýrsla nefndar um málefni sam-
kynhneigðra“, 1. viðauki, Reykjavík, október 1994, bls. 80; og Geir Svansson,
„Ósegjanleg ást: Hinsegin sögur og hinsegin fræði í íslensku samhengi“, Skírnir
haust 1998, bls. 476–527, hér bls. 494–95.
10 Hjálmar Sveinsson, „Nýr penni í nýju lýðveldi“, bls. 5.
11 Rétt er að fullyrða sem minnst um „fyrstu“ íslensku hinsegin skáldsöguna þar sem
líkur eru á að slíkar staðhæfingar verði hraktar síðar þegar fleiri rannsóknir hafa
verið gerðar. Jón Karl Helgason og Dagný Kristjánsdóttir hafa til dæmis á sann-
færandi hátt haldið því fram að tilvistarkreppa aðalpersónunnar í Eftir örstuttan leik,
sem kom út þremur árum á undan Man eg þig löngum, sé einnig til komin vegna
þess að hann eigi erfitt með að horfast í augu við samkynja þrár sínar. Sjá Jón Karl
Helgason, „Deiligaldur Elíasar: Tilraun um frásagnarspegla og sjálfgetinn skáld-
skap“, Ritið 3/2006, bls. 101–30; og Dagný Kristjánsdóttir, „Sýnt en ekki gefið:
Um skáldsöguna Eftir örstuttan leik eftir Elías Mar“, Heimtur: Ritgerðir til heiðurs
Gunnari Karlssyni sjötugum, ritstj. Guðmundur Jónsson, Helgi Skúli Kjartansson
og vésteinn Ólason, Reykjavík: Mál og menning, 2009, bls. 110–21.
12 Þetta hefur ekki verið rannsakað sérstaklega en fullt tilefni er til þess. Þó má nefna
umfjöllun Þorsteins vilhjálmssonar um viðtökusögu forngrísku skáldkonunnar
Saffóar á Íslandi en hann bendir á að í íslenskum þýðingum á ljóðum hennar voru
þær ástir til kvenna sem frumtextarnir fjalla um gjarnan þurrkaðar út, viljandi eða
óviljandi. Sjá Þorsteinn vilhjálmsson, „Gyðjunafn, skólastýra, vörumerki sjúkdóms:
Saffó á Íslandi á 19. og 20. öld“, Svo veistu að þú varst ekki hér: Hinsegin sagnfræði
og hinsegin saga á Íslandi, ritstj. Íris Ellenberger, Ásta Kristín Benediktsdóttir og
Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, Reykjavík: Sögufélag, 2017, bls. 59–106. Einnig má
benda á að þeim köflum úr dagbókum Ólafs Davíðssonar sem fjölluðu um náið
samband hans og Geirs Sæmundssonar var sleppt þegar bréf og brot úr dagbókum
hans voru gefin út árið 1955. Sjá Ólafur Davíðsson, Ég læt allt fjúka: Sendibréf og
dagbókarbrot frá skólaárunum, Finnur Sigmundsson bjó til prentunar, Reykjavík:
Ísafoldarprentsmiðja, 1955; Þorsteinn Antonsson, „Sveinaást Ólafs Davíðssonar“,
Vaxandi vængir: Aftur í aldir um ótroðnar slóðir, ritstj. Helgi Sigurðsson, Reykjavík:
Fróði, 1990, bls. 103–109; og Þorvaldur Kristinsson, „Loksins varð ég þó skotinn!“,
Hinsegin dagar í Reykjavík – dagskrárrit, ábm. Heimir Már Pétursson, Reykjavík:
Hinsegin dagar í Reykjavík, 2009, bls. 30–32.
Ásta KRistín BEnEdiKtsdóttiR