Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 89
88
Á meðan sjálfsveran samsamar sig viðteknum gildum og vill aðlagast þeim
er erfitt að losna við skömmina, segir Ahmed, og samfélagsnorm – til
dæmis gagnkynhneigð viðmið (e. heteronormativity) – eru eins sterk og
áhrifamikil og raun ber vitni einmitt af því að þau eru byggð á jákvæðum
forsendum og löngun sjálfsverunnar til að tengjast öðrum.32 Margir eiga þó
erfitt með að fylgja forskrift slíkra norma og skammast sín oft og ítrekað,
jafnvel án þess að átta sig á því nákvæmlega hvers vegna.
Halldór er afar skýrt dæmi um slíkan einstakling. Í fyrsta lagi skammast
hann sín fyrir útlit sitt. Snemma í bókinni sér hann spegilmynd sína í búð-
arglugga og í kjölfarið fylgir útlitslýsing sem ber vitni um neikvæða sýn
hans á sjálfan sig: hann er í snjáðum og fátæklegum fötum, andlitið er tog-
inleitt og fölt, augun smá, nefið og eyrun stór, hárið ljósrautt og óklippt,
hálsinn langur með stóru barkakýli og bolurinn langur með „gríðarstórum
útlimum“ (19). Hann er afar meðvitaður um augnaráð annarra en fær sjald-
an þau jákvæðu viðbrögð sem hann þráir að fá; oftast les hann fordæmingu
úr viðmóti fólks eða finnst að verið sé að gera grín að honum. Gott dæmi
um það er þegar hann hefur safnað kjarki til að mæta á skólaball:
Hann verður fljótt var við að ýmsir horfa á hann. Enginn gefur sig
þó að honum. En hann veit af hverju verið er að horfa. Hann les
svarið út úr augnaráði þeirra sem næstir honum standa, og hann
þarf ekki að lesa nema auðveldustu svörin. Tvíræðu augnaráðin
liggja milli hluta. Hann veit ekki hvort hann lítur á skólasystkini sín
og aðra sem þarna eru nærri eða hann horfir á eitthvað allt annað.
Allt rennur í móðu fyrir augum hans. Honum er það eitt ljóst að hér
á hann ekki heima. Hvers vegna lét hann ginna sig hingað inn? Hér
stendur hann eins og hann geti ekki annað, blóðrauður í framan,
rauður á hár og með rauð ör á vöngunum eftir fyrsta raksturinn.
(72)
Þótt nær allar lýsingar sögumanns á Halldóri séu sagðar frá sjónarhorni
drengsins má einnig lesa úr viðbrögðum annarra sögupersóna að þeim þyki
hann fremur óaðlaðandi. Til dæmis gefur Ómar í skyn að Halldór sé með
ljótar og skemmdar tennur (235) og einnig heyrir Halldór stúlku segja við
vinkonu sína að hann sé „ógeðslegur“ (191). Sú tilfinning hans að hann sé
frábrugðinn öðrum í útliti virðist því að einhverju leyti á rökum reist.
Líkamsskömm Halldórs er nátengd stéttarstöðu hans en hann ber í
32 Sama heimild, bls. 106–7.
Ásta KRistín BEnEdiKtsdóttiR