Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Síða 89

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Síða 89
88 Á meðan sjálfsveran samsamar sig viðteknum gildum og vill aðlagast þeim er erfitt að losna við skömmina, segir Ahmed, og samfélagsnorm – til dæmis gagnkynhneigð viðmið (e. heteronormativity) – eru eins sterk og áhrifamikil og raun ber vitni einmitt af því að þau eru byggð á jákvæðum forsendum og löngun sjálfsverunnar til að tengjast öðrum.32 Margir eiga þó erfitt með að fylgja forskrift slíkra norma og skammast sín oft og ítrekað, jafnvel án þess að átta sig á því nákvæmlega hvers vegna. Halldór er afar skýrt dæmi um slíkan einstakling. Í fyrsta lagi skammast hann sín fyrir útlit sitt. Snemma í bókinni sér hann spegilmynd sína í búð- arglugga og í kjölfarið fylgir útlitslýsing sem ber vitni um neikvæða sýn hans á sjálfan sig: hann er í snjáðum og fátæklegum fötum, andlitið er tog- inleitt og fölt, augun smá, nefið og eyrun stór, hárið ljósrautt og óklippt, hálsinn langur með stóru barkakýli og bolurinn langur með „gríðarstórum útlimum“ (19). Hann er afar meðvitaður um augnaráð annarra en fær sjald- an þau jákvæðu viðbrögð sem hann þráir að fá; oftast les hann fordæmingu úr viðmóti fólks eða finnst að verið sé að gera grín að honum. Gott dæmi um það er þegar hann hefur safnað kjarki til að mæta á skólaball: Hann verður fljótt var við að ýmsir horfa á hann. Enginn gefur sig þó að honum. En hann veit af hverju verið er að horfa. Hann les svarið út úr augnaráði þeirra sem næstir honum standa, og hann þarf ekki að lesa nema auðveldustu svörin. Tvíræðu augnaráðin liggja milli hluta. Hann veit ekki hvort hann lítur á skólasystkini sín og aðra sem þarna eru nærri eða hann horfir á eitthvað allt annað. Allt rennur í móðu fyrir augum hans. Honum er það eitt ljóst að hér á hann ekki heima. Hvers vegna lét hann ginna sig hingað inn? Hér stendur hann eins og hann geti ekki annað, blóðrauður í framan, rauður á hár og með rauð ör á vöngunum eftir fyrsta raksturinn. (72) Þótt nær allar lýsingar sögumanns á Halldóri séu sagðar frá sjónarhorni drengsins má einnig lesa úr viðbrögðum annarra sögupersóna að þeim þyki hann fremur óaðlaðandi. Til dæmis gefur Ómar í skyn að Halldór sé með ljótar og skemmdar tennur (235) og einnig heyrir Halldór stúlku segja við vinkonu sína að hann sé „ógeðslegur“ (191). Sú tilfinning hans að hann sé frábrugðinn öðrum í útliti virðist því að einhverju leyti á rökum reist. Líkamsskömm Halldórs er nátengd stéttarstöðu hans en hann ber í 32 Sama heimild, bls. 106–7. Ásta KRistín BEnEdiKtsdóttiR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.