Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 94

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 94
93 og gefur honum mat. Uppi í íbúð sinni sýnir maðurinn Halldóri erótískar myndir af ungum piltum og byrjar að snerta gestinn og strjúka háls hans. Til að byrja með veit Halldór ekki hvernig hann á að bregðast við; hann vill helst hlaupast á brott en eitthvað heldur honum: „Þó finnst honum einnig sem nú loksins hafi hann fyrirhitt þann sem bæði vilji og geti hjálp- að honum yfir örðugan hjalla, veitt honum styrk. Loksins sér pilturinn rofa til“ (281). Að endingu hrekkur hann þó við og hleypur út og hefur þá, með orðum sögumanns, „slitið sig lausan frá blöðum, bókum, fyrirheitum, öllu nema sjálfum sér, ekki þakkað fyrir neitt, ekki kastað kveðju á trúboðann, og veit það eitt að hann er frjáls og á í engan stað afturkvæmt“ (281–82). Eftir þetta lýkur Reykjavíkurdvöl Halldórs – hann á engan samastað, enga peninga og engan vin. Hugsanir Halldórs á meðan á heimsókn hans hjá manninum stendur eru mótsagnakenndar og bera þess vott að hann sé of hræddur við eigin tilfinningar og kynverund til að geta horfst í augu við þær. Hann óttast manninn og það sem hann getur veitt honum, ekki síst af því að hann skynjar að þar sé einmitt að finna hans sanna sjálf. Engu að síður kýs hann „frelsið“ sem fylgir því að flýja af hólmi og hans síðasti hins- egin gjörningur er að ganga eftir veginum út úr borginni og um leið út af síðustu blaðsíðu bókarinnar en henni lýkur á þessum orðum: „Hann hefur varla fyrirætlun með þessari göngu, og hann er ekki syfjaður ennþá, heldur ekki þreyttur eða svangur. Yfir austurfjöllunum bjarmar fyrir hækkandi sól“ (286). Halldór losnar með öðrum orðum aldrei úr viðjum skamm- arinnar í Man eg þig löngum eða leitast við að varpa henni af sér, til dæmis með því að koma út úr skápnum, þótt Elías gæfi í skyn að það myndi gerast í seinna bindinu sem aldrei var skrifað. Möguleikarnir í sögulok eru engu að síður óendanlegir – gangan út í óvissuna er knúin af skömm en hvert hún mun leiða Halldór er á huldu. Bóas og boðskapur Úraníu Annar mikilvægur hinsegin gjörningur í Man eg þig löngum er sú áhersla sem Bóas, vinur Halldórs, leggur á lestur og boðskap tveggja skáld- texta; annars vegar skáldsögunnar Úraníu eftir franska stjörnufræðinginn Camille Flammarion og hins vegar gamallar íslenskrar þjóðvísu sem hefst á sömu orðum og skáldsaga Elíasar: „Man eg þig löngum.“ Bóas er fátæk- ur, fatlaður maður sem býr ásamt móður sinni í lítilli kjallaraíbúð en hann og Halldór tengjast nánum böndum, ekki síst vegna þess að þeir eru báðir utangarðsmenn, eiga fáa vini og glíma við líkamlegar hamlanir. Samband KYN(NGI)MÁTTUR SKÁLDSKAPARINS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.