Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 98

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 98
97 amar eru ekki órjúfanleg heild og kyn og kyngervi eru fljótandi. Í draumi sögumannsins í fyrsta hluta sögunnar sýnir stjörnugyðjan Úranía honum til dæmis plánetu þar sem íbúarnir eru tvíkynja, sem hún segir ótvíræðan kost því ástríður holdsins hafi ekki áhrif á líf þeirra: „Það er að minnsta kosti allt annað. Og mörgum harmi og mikilli hugsýki mundi það ljetta af mannkyninu, ef því væri svo háttað.“43 Í lokahluta bókarinnar kemur einnig í ljós að á Mars er fólk ekki bundið við sömu kynjuðu líkama og á Jörðinni. Georg hefur til dæmis endurholdgast í kvenlíkama og Íklea í karllíkama en það kemur ekki niður á ást þeirra: „Hann er orðinn að henni – það er að segja stúlku, og hún er orðin að honum, – sem sje karlmanni. Og þau unnast enn þá heitar enn áður.“44 Georg útskýrir enn fremur að á Mars skipti líkamlegt kynferði í raun engu; sálirnar séu ekki sumar karl- kyns og aðrar kvenkyns og þær séu ekki bundnar líkömum því á Mars sé tilvistin andleg en ekki líkamleg.45 Í þessu samhengi er mikilvægt að benda á að munurinn á alþýðlegum og himneskum Eros í skrifum Platons felst ekki fyrst og fremst í kyni viðfangsins heldur fremur í eðli ástarinnar; alþýðlegur Eros beinist að líkama frekar en sál en himneskur Eros er ást á því sem er fallegt, göfugt og vitsmunalegt.46 Það eru því skýr tengsl á milli „úranísku“ ástarinnar í skáldsögu Flammarions og hinnar „úranísku“ Afródítu og himnesks Erosar – hvort tveggja er andleg ást sem er hafin yfir þá holdlegu. Speki Bóasar, sem byggir á kenningaheimi Úraníu, er þannig gagnrýnin á þær samfélagslegu hömlur vestræns nútíma sem settar eru á kyn, kynhlutverk, kynhneigð og kynjaða líkama. Hún er, með öðrum orðum, hinsegin. Þegar ofangreind atriði eru höfð í huga er ljóst að áhersla Bóasar á lestur og skilning skáldsögunnar Úraníu snýst alls ekki um gagnkynja ástir heldur þá trú að sú ást sem ekki er samþykkt í þessu jarðlífi – svo sem ást á sama kyni – muni blómstra á næsta tilverustigi í samfélagi þar sem hvorki ástir né sálir eru bundnar við kyn eða kyngervi heldur fá að beinast þangað sem þær vilja. Í þessari sýn er fatlaður líkami Bóasar heldur ekki fyrirstaða því ástin er andleg og laus við líkamlega fjötra. Bóas hefur, líkt og Halldór, verið jaðarsettur alla sína ævi vegna líkama síns og skorts á karlmennsku og skömmin hefur markað líf hans og sjálfsmynd en hann hefur fundið leið til að lifa með henni; lestur hans og trú á Úraníu er hinsegin gjörningur 43 Camille Flammarion, Úranía, bls. 15. 44 Sama heimild, bls. 85. 45 Sama heimild, bls. 138. 46 Platon, Samdrykkjan, bls. 60–63. KYN(NGI)MÁTTUR SKÁLDSKAPARINS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.