Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Qupperneq 98
97
amar eru ekki órjúfanleg heild og kyn og kyngervi eru fljótandi. Í draumi
sögumannsins í fyrsta hluta sögunnar sýnir stjörnugyðjan Úranía honum
til dæmis plánetu þar sem íbúarnir eru tvíkynja, sem hún segir ótvíræðan
kost því ástríður holdsins hafi ekki áhrif á líf þeirra: „Það er að minnsta
kosti allt annað. Og mörgum harmi og mikilli hugsýki mundi það ljetta
af mannkyninu, ef því væri svo háttað.“43 Í lokahluta bókarinnar kemur
einnig í ljós að á Mars er fólk ekki bundið við sömu kynjuðu líkama og
á Jörðinni. Georg hefur til dæmis endurholdgast í kvenlíkama og Íklea í
karllíkama en það kemur ekki niður á ást þeirra: „Hann er orðinn að henni
– það er að segja stúlku, og hún er orðin að honum, – sem sje karlmanni.
Og þau unnast enn þá heitar enn áður.“44 Georg útskýrir enn fremur að
á Mars skipti líkamlegt kynferði í raun engu; sálirnar séu ekki sumar karl-
kyns og aðrar kvenkyns og þær séu ekki bundnar líkömum því á Mars sé
tilvistin andleg en ekki líkamleg.45 Í þessu samhengi er mikilvægt að benda
á að munurinn á alþýðlegum og himneskum Eros í skrifum Platons felst
ekki fyrst og fremst í kyni viðfangsins heldur fremur í eðli ástarinnar;
alþýðlegur Eros beinist að líkama frekar en sál en himneskur Eros er ást
á því sem er fallegt, göfugt og vitsmunalegt.46 Það eru því skýr tengsl á
milli „úranísku“ ástarinnar í skáldsögu Flammarions og hinnar „úranísku“
Afródítu og himnesks Erosar – hvort tveggja er andleg ást sem er hafin
yfir þá holdlegu. Speki Bóasar, sem byggir á kenningaheimi Úraníu, er
þannig gagnrýnin á þær samfélagslegu hömlur vestræns nútíma sem settar
eru á kyn, kynhlutverk, kynhneigð og kynjaða líkama. Hún er, með öðrum
orðum, hinsegin.
Þegar ofangreind atriði eru höfð í huga er ljóst að áhersla Bóasar á
lestur og skilning skáldsögunnar Úraníu snýst alls ekki um gagnkynja ástir
heldur þá trú að sú ást sem ekki er samþykkt í þessu jarðlífi – svo sem ást á
sama kyni – muni blómstra á næsta tilverustigi í samfélagi þar sem hvorki
ástir né sálir eru bundnar við kyn eða kyngervi heldur fá að beinast þangað
sem þær vilja. Í þessari sýn er fatlaður líkami Bóasar heldur ekki fyrirstaða
því ástin er andleg og laus við líkamlega fjötra. Bóas hefur, líkt og Halldór,
verið jaðarsettur alla sína ævi vegna líkama síns og skorts á karlmennsku
og skömmin hefur markað líf hans og sjálfsmynd en hann hefur fundið leið
til að lifa með henni; lestur hans og trú á Úraníu er hinsegin gjörningur
43 Camille Flammarion, Úranía, bls. 15.
44 Sama heimild, bls. 85.
45 Sama heimild, bls. 138.
46 Platon, Samdrykkjan, bls. 60–63.
KYN(NGI)MÁTTUR SKÁLDSKAPARINS