Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Qupperneq 100
99
er, eins og Basil, fullur af erótískri aðdáun sem vex fremur en minnkar eftir
því sem líður á bókina.48 Halldór og Ómar sækja í að hittast án Bóasar og
milli þeirra þróast samband sem er ekki augljóslega kynferðislegt en undir
niðri kraumar þó eitthvað annað og meira.
Halldór er mjög upptekinn af því að Ómar sé skáld og dáist mjög að
honum sökum þess. Ein erótískasta sena bókarinnar snýst einnig að miklu
leyti um bækur og skáldskap en um er að ræða fyrsta skiptið sem Ómar
býður Halldóri heim til sín og enn fremur fyrsta skiptið sem þeir ræða þá
staðreynd að Ómar er skáld. Uppi í stofu Ómars er Halldór upprifinn yfir
mikilfengleik hins glæsilega einbýlishúss sem Ómar býr í en Halldór hefur
aldrei stigið fæti inn í slík húsakynni fyrr. Ómar býður síðan vini sínum
upp á niðursoðna ávexti með rjóma en slíkt lostæti hefur hinn fátæki lands-
byggðardrengur heldur aldrei smakkað. Á meðan þeir sitja og borða ávexti
ræða þeir um skáldskap og Ómar leyfir Halldóri að handfjatla bækur:
Og hann rís á fætur úr hægindastólnum, gengur að bókaskáp sínum,
en Halldór stendur upp.
Þarna er mikill fjöldi bóka, svo mikill fjöldi að Halldór hefur
aldrei séð annað eins í einni stofu. Ómar Dúason tekur hurðirnar
frá hillunum, setur nokkrar bækur á smáborðið, býður Halldóri að
skoða það sem hann vilji helzt. Halldór hefur aldrei snert við svo
dýrlegum hlutum og vel frá gengnum, og honum finnst varla að
hann sé þess verður að snerta á þeim.
– Ef þú vilt máttu fá einhverjar að láni, segir Ómar. (160)
Með þessum orðum lýkur kaflanum og á næstu síðu vaknar Halldór dag-
inn eftir og finnur „enn í munni sér ljúffengt bragðið af ávöxtunum sem
hann borðaði í stofu skáldsins. Hann rís á fætur sem nýr maður, ákveður
að fara í skólann, greiðir hár sitt sem hann sjaldan gerir ...“ (161). Hann
er óvenju glaður og sjálfsöruggur og finnur jafnvel annað bragð af kaffinu
en venjulega: „Bragðið eftir heitt kaffið vekur þægilega endurminninguna
um gott bragð af nýstárlegum ávöxtum og öðrum sætindum, sem vinur
48 Höfundur þakkar Jóni Karli Helgasyni fyrir að benda á líkindin með Man eg þig
löngum og Myndinni af Dorian Gray. Kvikmyndin The Picture of Dorian Gray, í
leikstjórn Alberts Lewins, kom út árið 1945 og var sýnd í íslenskum kvikmynda-
húsum árið 1947. Elías hefur eflaust þekkt til bókar Wilde og ljóst er að hann sá
kvikmyndina áður en Man eg þig löngum kom út, nánar til tekið 7. nóvember 1947.
Sjá Lbs. NF – CB, Elías Mar, skjala- og handritasafn, minnisbækur, hljóðsnældur
og laus blöð, askja 1, minnisbók 1947.
KYN(NGI)MÁTTUR SKÁLDSKAPARINS