Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 128

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 128
127 heimurinn sem þær lifa og hrærast í sé til í raun og veru; þeir leyfa sér með öðrum orðum að blekkjast af skáldskapnum. við slíkan lestur upplifa les- endur gjarnan tilflutning (e. transportation) í annan heim.22 Þegar slíkt ger- ist finnst þeim þeir ekki einvörðungu horfa á skáldaða heiminn úr fjarlægð heldur fá þeir einnig á tilfinninguna að þeir séu sjálfir staddir í söguheim- inum og upplifa það sem þar gerist eins og þeir væru í þeim heimi sem við köllum raunverulegan. Þetta getur gerst vegna þess að fagurfræðilega blekkingin hefur „eins og“ einkenni þar sem hún kallar fram tilfinning- ar sem eru sambærilegar þeim sem menn finna fyrir við raunverulegar aðstæður.23 varðandi fagurfræðilegu blekkinguna er þó mikilvægt að hafa í huga að hún er alltaf tvíþætt og aldrei fullkomin því lesendur láta blekkj- ast á sama tíma og þeir gera sér grein fyrir að þeir eru að lesa skáldskap. Þess utan er ekki víst að lesendur láti blekkjast frá upphafi lesturs til enda. Fagurfræðilega blekkingin getur sem sagt verið breytileg, til dæmis eftir einstaklingum og ólíkum tímabilum en einnig í sjálfu viðtökuferlinu. Í ljósi þess að blekkingin er tvíþætt geta lesendur nefnilega látið blekkjast og ekki, og gert slíkt til skiptis við lestur á einni og sömu sögunni.24 Með öðrum orðum geta þeir dottið inn og út úr söguheiminum. Fagurfræðilega blekkingin er ferli sem verður til vegna samspils nokk- urra þátta. Það á sér stað í huga viðtakandans en er stjórnað af listaverkinu. Ef um er að ræða lestur skáldsögu stjórnast blekkingin af sögunni sem lesin er. Lesandinn og skáldsagan eiga það sameiginlegt að vera mótuð af menningarlegu og sögulegu samhengi sem brýnt er að gefa gaum því hvort tveggja kann að hafa áhrif á upplifun lesandans. En þó samhengið sé mikilvægur þáttur skiptir viðtakandinn sjálfur enn meira máli því aldur hans, kyn, áhugamál, menningarlegur bakgrunnur og hæfni til að lesa skáldskap eru allt þættir sem geta haft áhrif á hvort fagurfræðilega blekk- 22 Um tilflutning má t.d. fræðast í M. C. Green, T. C. Brock og Geoff F. Kaufman, „Understanding Media Enjoyment: The Role of Transportation Into Narrative Worlds“, Communication Theory 4/2004, bls. 311–327. 23 Þessi hugmynd kallast á við skoðanir sálfræðingsins og rithöfundarins Keith Oatley en hann hefur endurskoðað skilning manna á mímesis–hugmynd Aristótelesar. Í stað þess að segja skáldskapinn vera eftirmynd veruleikans hefur Oatley líkt honum við draum og ímyndun og þar með lagt áherslu á upplifun viðtakandans á verkinu og þátt hans í sköpun þess. Sjá Keith Oatley, „Að skrifaoglesa: Framtíð hugrænna skáldskaparfræða“, þýðendur Jóhann Axel Andersen og Sigrún Margrét Guð- mundsdóttir, Ritið 3/2012, bls. 163–181, hér bls. 169–171. 24 Sjá Werner Wolf, „Aesthetic illusion as an effect of fiction“, Style 3/2004, bls. 325–350, hér bls. 327–329. „EINS OG ÆvINTÝRI“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.