Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Síða 137

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Síða 137
136 Í kjölfarið hvíslar hann: „Nú ert þú orðin tíu ára, Rósa mín“ (29). Rósa er jafngömul og Lenni var þegar hann fann myndina af Rósu Cordovu og honum reis hold í fyrsta sinn. Hluti ástæðunnar að hann kýs að fara kann því að vera sú að Rósa sé orðin eða sé að verða kynþroska. Í næsta kafla lýsir Lenni líðan sinni eitt kvöldið þegar hann sat í rökkrinu en þá var „einsog eldur logaði skyndilega í brjósti hans, logaði og brynni af miklum ofsa, einsog dregið væri frá augum hans, einsog allt fengi nýja rödd, eins- og allt talaði til hans“ (30). En hann segir Rósu að þráin og ástríðan hafi kveikt þessa geðshræringu enda hafi hann fengið „ærandi hjartslátt, byrjað að ganga um gólf, þramma um gólf, þangað til hann varð lafmóður“ (30). Líkamsástandið tengir hann þörfinni að fara og finna Rósu Cordovu; fara og finna ástina. Hann segir það ekki berum orðum en ljóst er að hann hefur verið heltekinn af losta og þrá og því má túlka ákvörðun hans á þá leið að návist við Rósu sé of mikil freisting, hún er of lík Magdalenu. Síðar í sögunni kemur fram að nokkru áður en Lenni tilkynnir Rósu ákvörðun sína brýnir hann fyrir henni að njóta lífsins en þá er aftur ýjað að yfirvofandi hættu þess að Lenni muni ekki ráða við sig í nærveru Rósu en í sögunni segir: Hann var líka glaður á meðan hann talaði enda var þetta áður en hann sá sig knúinn til að yfirgefa hana, áður en hann fékk fiðring- inn í fæturna, vindinn undir vængina og hin miskunnarlausa þrá rak hann af stað í ferðalagið. Áður en, já, áður en … (81; leturbr. mín) Bæði endurtekningin „áður en“ og þrípunkturinn gefa fyrirheit um hvað gæti gerst ef Lenni yrði áfram á Íslandi. Hann veit það sjálfur og hann elskar Rósu of mikið til að taka sénsinn. Ástæða þess að Lenni yfirgefur Rósu er sú að hann gerir allt fyrir ástina, en að vísu ekki fyrir ástina á Rósu Cordovu eins og reynt er að telja lesendum trú um heldur fyrir ástina á Rósu Lennadóttur. Líta má svo á að ákvörðun Lenna sé fyrst og fremst af siðrænum toga en í sömu mund kann hún einnig að vitna um flótta og að hann sé meðvitaður um að hafa kenndir sem margir fyrirlíta. Frekari vísbendingar Í sögunni má finna fleiri vísbendingar um óæskilega ást Lenna á Rósu en nú þegar hafa verið taldar upp. Fyrir það fyrsta má nefna að Rósurnar tvær renna stundum saman í huga Lenna. Hann skírir dóttur sína eftir Rósu Cordovu en strax í upphafi bókar kemur fram að Lenni telji Rósu yngri GuðRún stEinÞóRsdóttiR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.