Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 138

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 138
137 vera „barn kærleikans“ (8) og sagt er frá því að „Rósa hafi haft ákveðnu hlutverki að gegna og þyrfti þess vegna að sinna af alúð þeirri náttúru sem bæði nafnið og lífið kröfðu hana um“ (8). Þó hlutverk hennar sé ekki útlistað sérstaklega má vel gera sér í hugarlund að Lenni sjái dóttur sína að einhverju leyti fyrir sér í hlutverki nöfnu hennar. Í huga hans er Rósa eldri holdgervingur ástarinnar og hin fullkomna kona en í krafti ímynd- unaraflsins hefur hann eignað henni ýmsa kosti og eiginleika sem honum finnast eftirsóknarverðir. Dóttir hans elst upp við þessa dýrkun og reynir því í sífellu að standa undir nafni og væntingum fólksins í kringum hana, þó sér í lagi Lenna, með því að „gæða líf sitt mjúkri og einfaldri birtu“ (9) og vera „alltaf góð manneskja“ (9). Þegar Lenni er farinn út í heim fær Rósa stopular fréttir af honum á póstkortum sem hann sendir henni. Hann skrifar henni gjarnan að hann sakni hennar en segir henni einnig frá lífi sínu og leitinni að Rósu Cordovu. Póstkortin orka eins og stökkpallar fyrir dagdrauma Rósu því hún ímynd- ar sér líf Lenna, fólkið sem hann umgengst, umhverfið sem hann dvelst í, þanka hans og þrár. Í kaflanum „Kortalíf“ er gerð grein fyrir blöndun á dagdraumum Rósu og póstkortum Lenna en þar má greina augljósan samruna Rósanna. Í kaflanum segir: Þau [trén] lutu höfði og Lenni fann greinarnar anda þegar hann gekk fram hjá þeim. Í eitt skiptið felldi eitt þeirra rós á gangstéttina við fætur hans. Það var táknrænt fannst honum og henni [Rósu] fannst það líka. Rósin við fætur hans var táknið hennar Rósu Cordovu um leið og það var blóm dóttur hans. Já, allt fannst honum reyndar táknrænt fyrir líf þeirra tveggja. Og í raun vissi hann ekki hvorrar hann saknaði sárar. En allt var honum sem sé táknrænt, rósavönd- urinn í fangi blökkukonunnar á kortinu frá Kayenta, grannir fingur gömlu konunnar með bognu neglurnar á kortinu frá Casa Grande, rauðar varir stúlkunnar frá Shiprock. Alls staðar var eitthvað sem minnti hann á þær og þá kannski sýnu meira á Rósu Cordovu af því þetta var auðvitað hennar land. (40; leturbr. mín) Allt sem er talið upp og á að vera táknrænt fyrir Rósurnar tvær eru atriði sem ríma við lýsinguna á myndinni af Rósu Cordovu; en þar er meðal ann- ars lögð sérstök áhersla á rósavönd í fangi hennar, granna fingur og rauðar varir.45 Greinilegt er því að Lenni er búinn að yfirfæra þessi fyrirbæri á 45 Sjá vigdís Grímsdóttir, Frá ljósi til ljóss, bls. 11. „EINS OG ÆvINTÝRI“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.