Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 139

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 139
138 Rósu dóttur sína. Hún er sífellt í huga hans og þó reynt sé með endurtekn- ingunni á orðinu ,táknrænt‘ að gera tilraun til að skapa stóra sögu um ást Lenna, líf og örlög er ljóst að ástin sem kvelur hann er ekki ástin á Rósu Cordovu heldur ástin sem hann hefur á dóttur sinni. Þegar Lenni hefur verið átta ár í ferðalaginu sendir hann dóttur sinni bréf og segir henni frá lífi sínu og leitinni síðustu árin. Bréfið hefst á þess- um orðum: „Elsku Rósa mín litla, eða Rósíta einsog ég mundi segja við þig ef þú værir hérna hjá mér. Rósíta. Hversu oft hef ég ekki hvíslað nafnið þitt?“ (140) Í bréfinu ávarpar Lenni Rósu alls 27 sinnum með því að kalla hana Rósítu.46 Nafnið Rósíta hljómar líkt og frægt nafn úr bókmennta- sögunni; Lolita. Hljómtengslin með nöfnunum, endurtekningin á nafninu Rósíta í bréfinu og sú staðreynd að það skuli vera Lenni sjálfur sem kallar Rósu þessu nafni ýta undir að lesendur sjái Rósu fyrir sér í hlutverki Lolitu; stúlkunnar sem á fósturföður sem er heltekinn af henni.47 Textatengslin við skáldsöguna Lolitu eru margþætt. Fyrir það fyrsta speglar samband Rósu og Róberts samband Lolitu og Humberts því þegar samband þeirra hefst vita persónur og lesendur ekki betur en að Róbert sé fósturfaðir Rósu. Í skáldsögunni Lolitu reynir sögumaðurinn, Humbert, að stýra lestri lesenda þannig að þeim finnist Lolita vera sú sem tælir hann. Svipuð stýring er í Frá ljósi til ljóss þegar samband Rósu og Róberts á í hlut. Lesendur fá að skyggnast inn í huga Rósu en ást hennar á Róbert er opinberuð þegar hún er enn barn að aldri bæði út frá hugsunum hennar og samræðum við aðrar persónur. Þar með er ýtt undir að lesendum finnist sem Rósa hafi allt frá æsku haft augastað á Róbert. Tengslin við Lolitu koma einnig fram þegar ljóst er að Lenni er ekki líffræðilegur faðir Rósu heldur fósturfaðir hennar en þá rímar ást hans á henni við ást Humberts á Lolitu. Orð Lenna í upp- hafi bréfsins hér að ofan, það er að hann myndi kalla Rósu Rósítu væri hún hjá honum, eru líka enn ein vísbendingin um að ef þau væru í návist hvors annars gæti hann þráð að samband þeirra væri af öðru tagi en samband milli feðgina er alla jafna. Sifjaspellsminnið birtist einnig í því að dætur taka endurtekið að sér hlutverk mæðra sinna. Ekki er nóg með að Rósa giftist fósturpabba sínum sem er raunverulegur faðir hennar heldur kýs Lenni að taka saman við Floru, dóttur Rósu Cordovu. Róbert og Lenni eiga það sameiginlegt að 46 Sjá sama rit, bls. 140–184. 47 Sjá vladimir Nabokov, Lolita, þýðandi Árni Óskarsson, Reykjavík: Dimma, 2014. Tekið skal fram að orðalagið „heltekinn af“ er hér fremur valið með hliðsjón af Lenna en Humbert. GuðRún stEinÞóRsdóttiR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.