Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Síða 150

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Síða 150
149 DAUðINN, RÉTTLÆTIð OG GUð HJÁ FORNGRIKKJUM Gerðu það fyrir mig, frægi Ódysseifur, nefndu ekki dauðann við mig. Heldur myndi ég kjósa að lifa í sveit og vera kaupamaður hjá einhverjum fátæklingi sem ekki hefði stórt fyrir sig að leggja en að ráða yfir öllum dauðu draugunum.5 En sjálfir kveinstafir Akkillesar sýna að kviðurnar hafa eigi að síður að geyma hugmynd um framhaldslíf, þótt ómerkilegt sé. Sálin – psykhē – yfir- gefur manninn við dauðann og sveimar í grámósku Hadesarheims. Margt hefur verið rætt um einkenni þessarar sálar og umbreytingar hennar hjá Forngrikkjum. Á þessu stigi er sálin þó ekki skilin sem skynjandi og hugs- andi sjálf, heldur sem ógreinilegur svipur, sem þó mátti æsa með blóð- fórn.6 Eigi að síður finnast hugmyndir um verðlaun og refsingu innan bók- mennta arkaíska tímans. Skýrasta dæmið er svokallaður Draugablótsþáttur Ódysseifskviðu (11. bók), sem lýsir kynnum Ódysseifs af framliðnum (þ. á m. Akkillesi, sem einn allra ber hjálparlaust kennsl á Ódysseif). Hér má finna þá sem brutu gegn guðunum, Sísýfos, Tantalos og Titýos. Þeim er refsað, en aðeins þeim.7 Innan sömu frásagnar segir að Mínos sé dóm- ari hinna dauðu. Þó er hann ekki sá dómari sem dæmir verk unnin í lif- anda lífi heldur dæmir hann aðeins í deilumálum hinna framliðnu (Ód. 11.576–600). vegna afbrota sinna voru títanarnir hnepptir í Tartaros (Il. 8.13, 481). En refsing þeirra er heldur ekki handarefsing guðs, enda voru þeir guðdómlegar verur frá upphafi. Hins vegar eru refsinornirnar (erynj- urnar) sagðar gjalda mönnum meinsæri í Ilíonskviðu: „og þið tvö, sem hegnið mönnum þeim, er máttlausir hvíla í undirheimi, ef nokkurr þeirra 5 Þýðingar úr Hómer eru eftir Sveinbjörn Egilsson: Ilíonskviða, Kristinn Ármannsson og Jón Gíslason bjuggu til prentunar, Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1949; Ódysseifskviða, Svavar Hrafn Svavarsson annaðist útgáfuna, Reykjavík: Bjartur, 2004. Sé annað ekki tilgreint er greinarhöfundur þýðandi tilvitnana í forngríska texta. 6 Um rannsóknir á þróun hugtaksins sál eða psykhē, sjá einkum E. Rhode, Psyche: The Cult of Souls and Belief in Immortality among the Greeks, Lundúnum: Routledge and Kegan Paul, 1925; D.B. Claus, Toward the Soul: An Inquiry into the Meaning of ψυχή before Plato, New Haven: Yale University Press, 1981; J.N. Bremmer, The Early Greek Concept of the Soul, Princeton: Princeton University Press, 1983; W. Burkert, Greek Religion, Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1985 [upphafl. Griech­ ische Religion der archaischen und klassischen Epoche, Stuttgart: Kohlhammer, 1977], bls. 194–99; M. Clarke, Flesh and Spirit in the Songs of Homer: A Study of Words and Myths, Oxford: Clarendon Press, 1999, bls. 305–12. 7 Sjá C. Sourvinou-Inwood, „Crime and Punishment: Tityos, Tantalos, and Sisyphos in Odyssey 11“, Bulletin of the Institute of Classical Studies 33, 1986, bls. 309–28.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.