Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 152
151
DAUðINN, RÉTTLÆTIð OG GUð HJÁ FORNGRIKKJUM
framhaldslífið. Herská þriðja kynslóðin tortímdi sjálfri sér og „hélt til hrá-
vots bústaðar hins hrollkalda Hadesar“ (153–55). Göfug fjórða kynslóðin
taldi hetjur Hómers og fleiri. Hún mætti ýmist „endalokum dauðans“ eða
hlaut eilíft líf á Sælueyjum (166–71), eins og Hesíodos kallar Ódáinsvelli
Hómers. Þetta virðist vera verðlaun sem felast í hamingjusömu hand-
anlífi og líkist því sem Hómer gaf Menelási. Loks er það kynslóð skáldsins
sjálfs, sem einkennist af valdníðslu og vesöld. Þeirri lýsingu fylgja heilræði
skáldsins til bróður síns Persesar um mikilvægi réttlætis, að það borgi sig
að vera réttlátur. Hér hefði maður búist við hótunum um endurgjald fyrir
ranglæti í handanlífinu og kannski einhvers konar loforði um verðlaun
fyrir réttlæti. Á það er ekki minnst og reyndar ekki handanlíf af neinu tagi.
Dómar guðdómsins eru felldir yfir lifendum. Að auki getur refsingin teygt
sig til alls samfélags hins rangláta (238–47). vissulega spilar refsing rullu í
siðaboðskap skáldsins til bróður síns, en ekki handanrefsing.
Sólon og Þeógnis (eða þau verk sem eignuð hafa verið síðarnefnda
skáldinu) fjalla einnig um réttlæti og þá refsingu og verðlaun. Sólon leggur
lítið upp úr handanlífinu en þeim mun meiri áherslu á þá refsingu sem ill-
virkinn kallar yfir samfélagið, eins og Hesíodos, en einnig þá bölvun sem
hann kallar yfir niðja sína (13.25–32 [West]). Það felst í þessari hugsun að
dauðinn markar ekki upphaf refsinga handa illvirkjanum. Þar sem Sólon er
áhugasamur um réttlæti er sláandi að hugmyndin um handanréttlæti komi
ekki við sögu. Hann fer reyndar í aðra átt. vesöld manns má skýra sem refs-
ingu fyrir afbrot forföður. Hér er tilraun til að skýra tengsl á milli ranglæt-
is og vesældar, en þó ekki réttlætis og hagsældar. Þetta er vissulega refsing,
en ekki handanrefsing. Sömu hugmynd má finna hjá Þeógnis.11 En þar
er hún einnig gagnrýnd. Gerendunum sjálfum ætti að vera refsað. Aukin
heldur er saklausum refsað fyrir afbrot annarra. Grundvallarviðhorfið er
að réttlæti tilheyri þessum heimi; ekki er skeytt um handandóma.12
Hugmyndin um framhaldslíf þar sem sálir eru dæmdar, hvort sem þær
hljóta refsingu eða verðlaun, var í besta falli óljós. við sjáum vissulega
11 See Þeógnis 197–208 og 731–52 [West].
12 Það viðhorf ræður einnig ríkjum að einungis orðstírinn sé hafinn yfir dauðann.
Tvö ólík dæmi frá Saffó, sem líklega var uppi á svipuðum tíma og Sólon, afhjúpa
þá skoðun. Í ljóði 55 [voigt] gagnrýnir skáldkonan aðra konu sem finnst ekki mikið
til ljóðlistar hennar koma: „Dauð muntu þarna liggja og aldrei verður þín minnst
... óséð í húsi Hadesar, burtu flogin muntu vafra fram og aftur meðal myrkra líka“.
En í ljóði 28 [voigt] segir hún: „… ef þú dæmir mig eftir hætti Sönggyðjanna ...
máttu vita að ég flúði myrkur Hadesar, og að enginn dagur mun nokkru sinni rísa
sem ekki mælir nafn ljóðskáldsins Saffóar“.