Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Síða 152

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Síða 152
151 DAUðINN, RÉTTLÆTIð OG GUð HJÁ FORNGRIKKJUM framhaldslífið. Herská þriðja kynslóðin tortímdi sjálfri sér og „hélt til hrá- vots bústaðar hins hrollkalda Hadesar“ (153–55). Göfug fjórða kynslóðin taldi hetjur Hómers og fleiri. Hún mætti ýmist „endalokum dauðans“ eða hlaut eilíft líf á Sælueyjum (166–71), eins og Hesíodos kallar Ódáinsvelli Hómers. Þetta virðist vera verðlaun sem felast í hamingjusömu hand- anlífi og líkist því sem Hómer gaf Menelási. Loks er það kynslóð skáldsins sjálfs, sem einkennist af valdníðslu og vesöld. Þeirri lýsingu fylgja heilræði skáldsins til bróður síns Persesar um mikilvægi réttlætis, að það borgi sig að vera réttlátur. Hér hefði maður búist við hótunum um endurgjald fyrir ranglæti í handanlífinu og kannski einhvers konar loforði um verðlaun fyrir réttlæti. Á það er ekki minnst og reyndar ekki handanlíf af neinu tagi. Dómar guðdómsins eru felldir yfir lifendum. Að auki getur refsingin teygt sig til alls samfélags hins rangláta (238–47). vissulega spilar refsing rullu í siðaboðskap skáldsins til bróður síns, en ekki handanrefsing. Sólon og Þeógnis (eða þau verk sem eignuð hafa verið síðarnefnda skáldinu) fjalla einnig um réttlæti og þá refsingu og verðlaun. Sólon leggur lítið upp úr handanlífinu en þeim mun meiri áherslu á þá refsingu sem ill- virkinn kallar yfir samfélagið, eins og Hesíodos, en einnig þá bölvun sem hann kallar yfir niðja sína (13.25–32 [West]). Það felst í þessari hugsun að dauðinn markar ekki upphaf refsinga handa illvirkjanum. Þar sem Sólon er áhugasamur um réttlæti er sláandi að hugmyndin um handanréttlæti komi ekki við sögu. Hann fer reyndar í aðra átt. vesöld manns má skýra sem refs- ingu fyrir afbrot forföður. Hér er tilraun til að skýra tengsl á milli ranglæt- is og vesældar, en þó ekki réttlætis og hagsældar. Þetta er vissulega refsing, en ekki handanrefsing. Sömu hugmynd má finna hjá Þeógnis.11 En þar er hún einnig gagnrýnd. Gerendunum sjálfum ætti að vera refsað. Aukin heldur er saklausum refsað fyrir afbrot annarra. Grundvallarviðhorfið er að réttlæti tilheyri þessum heimi; ekki er skeytt um handandóma.12 Hugmyndin um framhaldslíf þar sem sálir eru dæmdar, hvort sem þær hljóta refsingu eða verðlaun, var í besta falli óljós. við sjáum vissulega 11 See Þeógnis 197–208 og 731–52 [West]. 12 Það viðhorf ræður einnig ríkjum að einungis orðstírinn sé hafinn yfir dauðann. Tvö ólík dæmi frá Saffó, sem líklega var uppi á svipuðum tíma og Sólon, afhjúpa þá skoðun. Í ljóði 55 [voigt] gagnrýnir skáldkonan aðra konu sem finnst ekki mikið til ljóðlistar hennar koma: „Dauð muntu þarna liggja og aldrei verður þín minnst ... óséð í húsi Hadesar, burtu flogin muntu vafra fram og aftur meðal myrkra líka“. En í ljóði 28 [voigt] segir hún: „… ef þú dæmir mig eftir hætti Sönggyðjanna ... máttu vita að ég flúði myrkur Hadesar, og að enginn dagur mun nokkru sinni rísa sem ekki mælir nafn ljóðskáldsins Saffóar“.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.