Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 172
171
heimildarmenn og upplýst hóp meintra gagnkynhneigðra kollega um hvað
hinsegin fólk sé, geri og hugsi.
Eftirfarandi umfjöllun er eins konar and-alfræðibókarfletta: hinseg-
in fræði eru ekki fræði um neitt sérstakt og þeim tilheyrir engin tiltekin
ritaskrá.
við getum fullyrt að hinsegin umfjöllun hafi verið knúin áfram af sam-
svörun með orðræðuheimi sem enn fyrirfinnst aðeins að hluta til. Þessi
ritverk leitast við að skapa almenningshópa (e. publics), almenningshópa
sem hafa efni á kynlífi og nánd á viðvarandi, óheftan hátt; almennings-
hópa sem geta skilið ólík forréttindi og baráttur þeirra sem hópunum til-
heyra; almenningshópa sem einnig eiga sér óhlutstæð rými sem hægt er að
búa í, minnast og vonast eftir. Með almenningshópum eigum við ekki við
hópa sjálfsskilgreinds hinsegin fólks. Hugtakið hinsegin (e. queer) er heldur
ekki regnhlíf fyrir homma, lesbíur, tvíkynhneigða og trans fólk. Hinsegin
almenningshópar bjóða upp á ólíkan skilning á aðild á ólíkum tímum og
aðild að þeim snýst meira um metnaðarlöngun (e. aspiration) heldur en
tjáningu sjálfsmyndar eða sögu. Hinsegin umfjöllun fer fram í fjölbreyttri
flóru blandaðra sviða og miðla og því er rými fyrir mikinn breytileika í
þeirri menningu sem hún skapar.
Birtingarmyndir, áhætta, metnaður og tvíbendni hinsegin umfjöllunar
eru mismunandi eftir samhengi. Sjálft orðið hinsegin getur verið valdur
að kurri á ráðstefnu; hluti af hversdagslegu, óspennandi spjalli á nætur-
klúbbi; óskiljanlegur hávaði í heimi opinberrar stefnumótunar; meirihátt-
ar axarskaft í kvöldverðarboði; eða áminning um hálfdauða bjartsýni á
fjöldafundi. Hættan sem fylgir stimplinum hinsegin fræði er að hann fær
lesendur, bæði hinsegin og þessegin (e. nonqueer), til að gleyma þess-
um mismun og ímynda sér samhengi (fræði) þar sem hinsegin hefur fasta
skírskotun og hagnýtan áhrifamátt. Sú óttablandna vörn sem margt hug-
vísindafólk hrekkur í, bæði hinsegin fólk og fólk sem ekki skilgreinir sig
sem hinsegin, tengist hinum fjölbreyttu vettvöngum hinsegin fræða og
framkvæmdar. Þegar horft er á þessa vettvanga hvern fyrir sig virðast þeir
oft takmarkaðir, eða einfaldlega staðbundnir — eins og lítið skraut sem
límt er yfir raunverulega pólitík eða raunverulega fræðilega vinnu. Þeir
lykta af munaði. verk eins höfundar (oft Eve Sedgwick eða Judith Butler)
er gjarnan látið standa fyrir hinsegin fræði í heild eða sjálfa uppbyggingu
hinsegin menningar, ýmist sem jákvætt eða neikvætt sýnidæmi. En ekkert
stakt framtak er holdtekning hinsegin umfjöllunar. Hluti af upphaflega
HvAð KENNA HINSEGIN FRÆðI OKKUR UM X?