Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 173

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 173
172 tilganginum með því að nota orðið hinsegin var hin harkalega endurskil- greining á samhengi sem fylgdi þeirri orðnotkun og hinsegin umfjöllun hefur reynt eftir fremsta megni að viðhalda meðvitund um fjölbreytt sam- hengi og skilin þeirra á milli. Hinsegin róttækir gagnrýnendur hafa til dæmis átt frumkvæði að víð- tækri endurhugsun innan menningarfræði á sambandinu milli almennings í skilningi opinberrar stefnumótunar og almannarýmis fjölmiðlanna. Það er engin tilviljun að hinsegin umfjöllun – um fjölmiðla, um alls kyns texta, um orðræðuumhverfi allt frá vísindum til smekkleysu (e. camp) – kemur fram á sjónarsviðið nú þegar bandarísk menning blætisgerir hið venjulega í sífellt vaxandi mæli. Leiðtogar beggja stóru stjórnmálaflokkanna hafa gefið meginstraumsfantasíu normatívt vægi. Landssamtök lesbía og homma hafa ákveðið að fljóta með straumnum og færa fyrir því rök að líta eigi lesbíur og homma sömu augum og fólkið í næsta húsi, sem hluta af meginstraumi sem hefur hjónaband, hernaðarmiðaða ættjarðarást og verndað heimilislíf sem sín æðstu markmið. Lesbíur og hommar geta stundum orðið sýnileg á opinberum vettvangi, bæði á landsvísu og á minni svæðum. En hugmyndin um að hinseginleiki sé nokkuð annað en sjúklegt eða illt ástand, hvað þá af hinu góða, er enn óhugsandi á flestum opinberum sviðum. Alnæmisbaráttan ýtti hinseginleika fram á sjónarsviðið á landsvísu. Alnæmið sýndi okkur sem tókumst á við það að orðræða gat verið upp á líf og dauða; það gerði okkur ljóst að svo margt sem skipti máli, tengt reiði, sorg og þrá, var hvorki hægt að orða á opinberum né óopinber- um vettvangi; það kom okkur í skilning um að ólík sjónarhorn – vísindi, fréttir, trú, hversdagsleg hómófóbía – keppast á og að sundrung þeirra er banvæn. Alnæmið kenndi okkur líka að gera ekki ráð fyrir að félagslegt umhverfi væri fyrir hendi þar sem samstaða og stuðningur við réttmæta pólitík ríkti. Því fór fjarri að til staðar væru styðjandi samfélög sem hvettu til aðgerða og róttækrar gagnrýninnar umfjöllunar. Þau samfélög varð að skapa með vinnuframlagi almennings. Alnæmið leiddi líka í ljós að tal um sérfræðikunnáttu takmarkar dreifingu þekkingar og heimilar á endanum tækniveldisstjórn á lífi fólks. Að lokum má nefna bein áhrif alnæmisins á höfunda kurteisra bréfa en það kenndi okkur að á meðan skrauthvörf og óákveðni yllu skaða og sköpuðu forréttindi væri nauðsynlegt að fjalla óþægilega opinskátt um efni eins og peninga og kynlífshegðun. Samhliða hinu erfiða verkefni að orða kynhegðun og kynferðislegar þrár á skýran hátt er gjarnan barist fyrir því að gera flokkunarkerfi sjálfs- lauREn BERlant oG MicHaEl WaRnER
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.