Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 185
184
lesbíuna að svo melódramatísku viðfangsefni að einu höfundarnir sem
þorðu að takast á við það voru þær sem voru reiðubúnar að skrifa meló-
drama. Opinská lesbísk ljóð hafa oftar náð að forðast þennan vanda, en
lesbískar skáldsögur liðu oft fyrir þær takmarkanir og truflanir sem fylgdu
ádeiluhlutverki þeirra – kröfunni, sem virtist fylgja bókmenntagreininni,
um að sýna lesbíuna sem syndasel, fórnarlamb meðfædds öfuguggaháttar
eða hamingjusama valkyrju. Þetta gildir um skáldsögur sem komu út allt
fram á níunda áratuginn, þótt boðskapur þeirra hafi þá verið orðinn allt
annar en í lesbískum skáldsögum frá fyrri tíð.
Enn er of snemmt að álykta um eðli lesbískra bókmennta á tíunda ára-
tugnum.9 En eins og Catharine Stimpson hefur bent á er samkynhneigð
svo nátengd afbrigðileika að í gegnum tíðina hefur verið nær ógerningur
fyrir rithöfunda að hundsa þau tengsl. Skáld sem fjölluðu um efnið og voru
undir áhrifum frá evrópsku fyrirmyndunum studdu þá tengingu, „glað-
hlakkaleg eða nauðbeygð“. Og þau sem voru undir áhrifum nýrri banda-
rískra fyrirmynda höfnuðu henni, „með ákefð eða ofsakæti“. En óháð því
hvaða nálgun þau völdu þótti þeim skáldum sem fjölluðu opinskátt um
lesbíur þau nauðbeygð til að skrifa annaðhvort sögur um útskúfun eða frá-
sagnir sem beinast að því að skapa undankomuleið.10 Oftar en ekki var stíl,
blæbrigðum og margbreytileika varpað fyrir róða í lesbískum skáldsögum
til að rýma fyrir þessum markmiðum.
Opinskáar lesbískar bókmenntir (af þeim gerðum sem fordæma, sýna
samúð eða upphefja – og það voru nánast einu gerðirnar, fyrir utan verk ein-
stakra ljóðskálda) hafa einkennst af ádeilu allt fram á tíunda áratuginn. Þær
höfðu almennt pólitískan boðskap: lesbíur eru illar og þeim ber að refsa;
lesbíur eru verur sem þjást en ætti að umbera; eða lesbíur eru hugrakkar,
fagrar og snjallar og sérhver kona ætti að vilja vera lesbía. Boðskapurinn
krafðist þess að lesbíska persónan væri tilgerðarleg: hún varð að vera „rétt“
– það er að segja vansæl eða hamingjusöm, aumkunarverð eða sigurreif.
Heilindum verksins sjálfs var oft fórnað fyrir boðskapinn.
En samanstanda lesbískar bókmenntir fyrir 1990 í raun fyrst og fremst
af slíkum verkum? Hvað eru lesbískar bókmenntir? Oft hefur verið litið svo
á að um sé að ræða þær bókmenntir sem fjalla um vandamálin sem fylgja
því að koma úr felum og afbera hómófóbískt samfélag og um kynferð-
islegt samneyti kvenna, eins og raunin var í The Well of Loneliness, frum-
9 Grein Faderman er, eins og kemur fram í inngangi, skrifuð árið 1995 (ritstj.).
10 Catharine Stimpson, „Zero Degree Deviancy: The Lesbian Novel in English“,
Critical Inquiry 8/1981, bls. 363–79, hér bls. 364.
lillian fadERMan